Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 979  —  479. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um lögræðissvipta.


    Við vinnslu svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem heldur skrá um lögræðissvipta menn og byggist svarið á upplýsingum sem bárust frá stofnuninni.

     1.      Hversu mörg hafa verið svipt lögræði á Íslandi síðastliðin 10 ár og hverjar eru ástæðurnar fyrir lögræðissviptingu þeirra? Svar óskast skipt eftir aldursbilum og til hversu margra ára að meðaltali sjálfræðissviptingin varir, sundurliðað eftir aldri þess sem var sviptur sjálfræði.
    Upplýsingar um lögræðissviptingar frá 8. apríl 2012:

Tegund lögræðissviptingar Fjöldi Meðallengd tímabundinna sviptinga (dagar)
Lögræðissvipting (sjálfræði og fjárræði) 193 1.495
Sjálfræðissvipting 394 393
Fjárræðissvipting (þar af 11 sviptir fjárræði yfir tiltekinni eign) 559 1.234

    Í skrá yfir lögræðissvipta er ekki að finna upplýsingar um ástæður fyrir lögræðissviptingu. Þá er ekki unnt með einföldum hætti að afmarka tölur miðað við aldur.

     2.      Hversu mörg þeirra sem hafa verið svipt lögræði síðastliðin 10 ár hafa á þeim tíma verið í þvingaðri lyfjagjöf?
     3.      Hver er dvalartími lögræðissviptra á lokuðum geðdeildum? Svar óskast um meðaldvalartíma, stysta dvalartíma og lengsta dvalartíma síðastliðin 10 ár?
     4.      Hversu mörg ótímabær dauðsföll hafa verið meðal lögræðissviptra síðastliðin 10 ár?
    Ráðuneytið telur að málefni sem spurt er um í 2.–4. tölul. fyrirspurnarinnar séu ekki á ábyrgðarsviði dómsmálaráðherra samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra.