Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1035  —  630. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Daníel E. Arnarssyni um fjölda aðgerða vegna ódæmigerðra kyneinkenna.


     1.      Hversu margar aðgerðir vegna ódæmigerðra kyneinkenna voru framkvæmdar á börnum sem fæddust með slík einkenni fyrir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Síðastliðin 15 ár hafa 14 börn farið í aðgerð á Landspítala vegna ódæmigerðra kyneinkenna, 12 drengir og 2 stúlkur. Stúlkurnar tvær undirgengust aðgerð á leggöngum og þvagrás vegna meðfæddra frávika í þessum líffærum, drengirnir vegna meðfæddra frávika á þvagrás (hypospadias).
    Í meðfylgjandi töflu má sjá tölulegar upplýsingar um fjölda barna sem fór í aðgerð vegna ódæmigerðra kyneinkenna frá árinu 2007–2021. Þessar tölur miðast við ár fyrstu aðgerðar hjá hverju barni ef þær voru fleiri en ein:

Ár fyrstu aðgerðar, ef fleiri en ein aðgerð

Fjöldi barna sem fór í aðgerð vegna ódæmigerðra kyneinkenna

Drengir Stúlkur
2008 1
2010 2
2011 2 1
2012 1
2013 2
2014 1
2016 0 1
2017 2
2020 1
Samtals 12 2

     2.      Hafa slíkar aðgerðir verið framkvæmdar eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi? Ef svo er, hversu margar?
    Eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, sem tóku gildi árið 2019 hefur ein slík aðgerð verið framkvæmd á spítalanum.

     3.      Hversu mörg mál hafa ratað á borð teymis um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, sbr. 13. gr. a laga um kynrænt sjálfræði?
    Það hafa engin mál af þessu tagi enn borist til teymis BUGL um kynvitund skv. 13. gr. laga um kynrænt sjálfræði.