Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1040  —  341. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra.


     1.      Hafa öll samskipti ráðherra og ráðuneytisins við hagsmunaverði frá 1. janúar 2021 verið skráð eins og kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020?
    Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020, er stjórnvöldum skylt að skrá upplýsingar um samskipti þeirra og hagsmunavarða í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, laga um opinber skjalasöfn og laga um Stjórnarráð Íslands. Upplýsingar um aðkomu hagsmunavarða og annarra einkaaðila að samningu stjórnarfrumvarpa skal tilgreina í greinargerð með þeim.
    Í skýringum við ákvæði 2. mgr. 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 64/2020 segir eftirfarandi:
    „Í 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að stjórnvöld skulu gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, kemur enn fremur fram að afhendingarskyldum aðilum samkvæmt lögunum sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg í samræmi við reglur sem Þjóðskjalasafni Íslands er falið að setja. Hvað Stjórnarráð Íslands varðar leiðir af 11. gr. laga nr. 115/2011 að ráðuneytum í Stjórnarráði Íslands er skylt að færa skrá um formleg samskipti og fundi, sem og óformleg samskipti ef þau teljast mikilvæg, milli ráðuneytanna sem og við aðila utan þess. Á grundvelli ákvæðisins hafa verið settar reglur um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands, sbr. reglur nr. 320/2016, en þar segir að með óformlegum samskiptum sé átt við munnleg samskipti, þar á meðal símtöl og fundi, þar sem lýst er afstöðu eða veittar upplýsingar sem teljist hafa þýðingu fyrir mál sem er til meðferðar í ráðuneyti eða teljist mikilvægar upplýsingar vegna málefna sem heyra undir ráðuneytið, enda komi afstaðan ekki fram í öðrum skráðum gögnum. Skrá skuli hvenær samskiptin fóru fram, milli hverra og efni upplýsinga sem um ræðir. Loks er að finna það nýmæli í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 að upplýsingar um aðkomu hagsmunavarða og annarra einkaaðila að samningu stjórnarfrumvarpa skuli tilgreina í greinargerð með þeim. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu oft hugmyndir að stjórnarfrumvörpum eiga rætur að rekja til erinda eða beiðna utan ráðuneytis sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokki en telja verður eðlilegt að þingheimur og almenningur geti nálgast upplýsingar um slíkt. Á sama hátt er eðlilegt að upplýsingar um aðra aðkomu aðila utan Stjórnarráðsins að gerð lagafrumvarpa, svo sem aðstoð við samningu, gagnaöflun o.s.frv., liggi fyrir og sé hægt að ráða af greinargerð með frumvarpinu sjálfu."
    Í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 64/2020 er hugtakið hagsmunavörður (e. lobbyists) skilgreint. Með hugtakinu er átt við einstaklinga sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni. Með því að afmarka hugtakið við einstaklinga eru ýmis félagasamtök og fyrirtæki, sem í daglegu tali eru nefnd hagsmunasamtök, strangt til tekið undanskilin reglum 4. gr. en einstakir starfsmenn þeirra geta hins vegar borið skyldur samkvæmt ákvæðinu.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um annað en að samskipti heilbrigðisráðherra og heilbrigðisráðuneytis við hagsmunaverði hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við ákvæði framangreindra laga. Þá má finna upplýsingar um fundi heilbrigðisráðherra með hagsmunavörðum í yfirliti yfir fundi ráðherra í opnum dagbókum.

     2.      Hefur ráðuneytið ávallt gætt þess að kanna hvort hagsmunaverðir, sem ráðuneytið eða ráðherra á hverjum tíma hafa átt samskipti við frá 1. janúar 2021, hafi verið tilkynntir og skráðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 áður en þeir leituðust við að hafa áhrif á störf stjórnvalda?
    Í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 er mælt fyrir um tilkynningarskyldu hagsmunavarða, þ.e. einstaklinga sem tala máli hagsmunaaðila gagnvart stjórnvöldum í atvinnuskyni. Samkvæmt ákvæðinu er hagsmunaverði skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt áður en hann leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda fyrir hönd einkaaðila. Af 7. gr. laganna leiðir að tilkynningu er rétt að beina til forsætisráðuneytisins sem heldur skrá yfir þær en berist tilkynning til annars opinbers aðila, t.d. þess sem ætlunin er að hafa áhrif á, er rétt að framsenda hana til forsætisráðuneytis. Tilkynningin getur bæði lotið að því að hagsmunavörður gæti hagsmuna tiltekins einkaaðila í tilteknu, afmörkuðu og fyrirliggjandi máli og að því að stöðu sinnar vegna gæti hagsmunavörður hagsmuna einkaaðilans í samskiptum sínum við stjórnvöld.
    Í skýringum við ákvæði 3. mgr. 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 64/2020 segir eftirfarandi:
    „Markmið ákvæðisins er fyrst og fremst að í samskiptum hagsmunavarða annars vegar og handhafa framkvæmdarvalds hins vegar liggi fyrir að þeir fyrrnefndu séu að gæta ákveðinna einkahagsmuna, fyrir hönd annarra, gagnvart þeim síðarnefndu. Ákvæðið á því ekki við þegar einstaklingar gæta opinberra hagsmuna í samskiptum við aðra opinbera aðila, svo sem í samskiptum forstöðumanna ríkisstofnana við fagráðuneyti. Þá á ákvæðið heldur ekki við þegar einstaklingar gæta eigin hagsmuna gagnvart hinu opinbera. Til að mynda þarf fyrirsvarsmaður lögaðila, t.d. framkvæmdastjóri fyrirtækis, ekki að senda sérstaka tilkynningu um að hann gæti hagsmuna þess í samskiptum sínum við stjórnvöld. Annað gildir ef fyrirtækið ræður til sín á eigin kostnað einstakling sem hefur það hlutverk að hafa áhrif á störf stjórnvalda í þágu fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða störf samkvæmt verksamningi eða ráðningarsamningi. Samkvæmt framangreindu er ljóst að tilkynningarskyldan mun einkum ná til svonefndra almannatengla, upplýsingafulltrúa einkaaðila og lögmanna, sbr. þó 4. mgr., og til einstakra starfsmanna lögaðila og fulltrúa hagsmunasamtaka sem hafa slíka og sambærilega starfsemi með höndum.“
    Þá er lögaðilum og félagasamtökum, samkvæmt sömu málsgrein, heimilt að senda tilkynningu um einstaklinga sem sinna hagsmunagæslu í umboði þeirra og skal tilgreina eftirfarandi:
     a.      nafn og kennitölu hagsmunavarðar,
     b.      vinnuveitanda og starfsstöð,
     c.      hlutverk, þ.e. fyrir hönd hvaða aðila hagsmunavörður kemur fram og helstu hagsmuni þeirra; taka skal fram hvort hlutverkið er viðvarandi eða tilfallandi og hvenær gert er ráð fyrir að því ljúki.
    Einnig skal hagsmunavörður, samkvæmt 4. mgr. 4. gr, tilkynna um þegar hann sinnir ekki lengur hagsmunagæslu. Þá er kveðið á um það í 5. mgr. greinarinnar að þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. sé hagsmunavörðum ekki skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt vegna meðferðar mála á grundvelli stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu er það í höndum hagsmunavarða að tilkynna um hlutverk sitt áður en þeir leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda.
    Í lögum nr. 64/2020 er ekki gert ráð fyrir því að það hafi afleiðingar fyrir þá sem sinna hagsmunagæslu tilkynni þeir sig ekki sem hagsmunaverði. Markmið ákvæða laganna um tilkynningarskyldu hagsmunavarða og skráningu samskipta við þá er fyrst og fremst að auka gagnsæi um samskiptin. Komi einstaklingur fram sem hagsmunavörður gagnvart stjórnvöldum án þess að hafa tilkynnt um hlutverk sitt væri hins vegar rétt af stjórnvaldi að benda á tilkynningarskyldu þar um, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ekki hefur hingað til verið kannað kerfisbundið hvort þeir sem ráðherra eða ráðuneyti eiga í samskiptum við hafi verið tilkynntir eða skráðir samkvæmt lögum nr. 64/2020.

     3.      Hefur ráðherra eða ráðuneytið í einhverjum tilfellum frá 1. janúar 2021 átt samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu en höfðu ekki verið tilkynntir og skráðir sem hagsmunaverðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 þegar samskiptin fóru fram? Ef svo er, í hvaða tilfellum og hvers vegna?
    
Opin dagbók ráðherra ber vott um samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu af einhverju tagi. Reglulega á heilbrigðisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu af einhverju tagi. Má í þessu samhengi nefna þau tilvik þegar mál er varðar hagsmunaaðila eru birt í samráðsgátt stjórnvalda og hagsmunaaðilum er boðið frekara samtal í tengslum við afstöðu sína í tilteknu máli.
    Við vinnslu svars við fyrirspurn þingmanns var kannað hvaða samskipti hafa verið skráð sem samskipti við hagsmunaverði sem hafa tilkynnt um það hlutverk sitt. Ekki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu en höfðu ekki verið tilkynntir og skráðir sem hagsmunaverðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 þegar samskiptin fóru fram, jafnvel þótt þeim kunni að hafa verið það skylt. Sömu reglur gilda eftir sem áður um skráningu samskipta við slíka aðila óháð því hvort þeir hafi tilkynnt um sig og hlutverk sitt. Þannig var það ekki tilgangur laga nr. 64/2020 að leggja aukna skráningarskyldu á stjórnvöld um samskipti við skráða hagsmunaaðila miðað við það sem almennt gildir um skráningu samskipta.

     4.      Hvaða hagsmunaverði í skilningi laga nr. 64/2020 hefur ráðherra eða ráðuneytið átt samskipti við frá gildistöku laganna, hvenær, af hálfu hvaða aðila og um hvaða málefni?
    Í eftirfarandi töflu eru öll samskipti sem ráðherra eða ráðuneytið hafa átt við skráða hagsmunaaðila frá 1. janúar 2021 til loka febrúar árið 2022.

Dagsetning Hagsmunasamtök Hagsmunavörður Efni
14.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
14.1.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Covid-19 - Beiðni um undanþágu - Fjöldatakmarkanir - Vinnustaður
17.1.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Stjórnsýslukæra - Lyfjamál
19.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
20.1.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Beiðni um breytingu á lögum og reglugerðum varðandi vörur sem innihalda CBD
21.1.2021 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Beiðni um fund með heilbrigðisráðherra
21.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
21.1.2021 Þroskahjálp Bryndís Snæbjörnsdóttir Covid-19 - Forgangsröðun bólusetninga
28.1.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
28.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
29.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
29.1.2021 Samtök verslunar og þjónustu Sara Dögg Svanhildardóttir Samráðgátt - Rafrettur
3.2.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Covid-19 - Forgangsröðun á bólusetningu
8.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
8.2.2021 ÖBÍ Lilja Þorgeirsdóttir Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu - Skipun
9.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
9.2.2021 ÖBÍ Lilja Þorgeirsdóttir Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu - Skipun
10.2.2021 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Bjarni Jónsson Grein um dánaraðstoð
15.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
16.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
17.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Tillaga að framkvæmd ferðaþjónustu í smitgát
18.2.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Beiðni um breytingu á lögum og reglugerðum varðandi vörur sem innihalda CBD
18.2.2021 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Hrefna Karlsdóttir Umsókn um notkun skyndigreiningarprófs
24.2.2021 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Boð til heilbrigðisráðherra -Málþing um niðurgreiðslu og aðgengi að sálfræðiþjónustu
26.2.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Beiðni um breytingu á lögum og reglugerðum varðandi vörur sem innihalda CBD
1.3.2021 ÖBÍ Lilja Þorgeirsdóttir Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu - Skipun
2.3.2021 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman, Hrefna Guðmundsdóttir Fundur með starfsmönnum HRN
3.3.2021 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Gögn frá Lífsvirðingu
9.3.2021 ÖBÍ Lilja Þorgeirsdóttir Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu - Skipun
12.3.2021 Þroskahjálp Anna Lára Steindal Barnalög - Skipt búseta og fötluð börn
17.3.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Boð til heilbrigðisráðherra -Stafræn þróun
18.3.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Beiðni um fund - Lyfjamál
19.3.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Athugasemd við reglugerð
22.3.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Beiðni um fund - Lyfjamál
23.3.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Beiðni um fund - Lyfjamál
23.3.2021 ÖBÍ Lilja Þorgeirsdóttir Starfshópur um heildarendurskoðun á eftirlitsákvæðum laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu - Skipun
24.3.2021 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Hrefna Karlsdóttir Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Kerfislega og efnahagslega mikilvæg fyrirtæki
24.3.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Lyfjaverslanir og matvöruverslanir
25.3.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Fræðslufyrirtæki
25.3.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi sóttvarnarráðstafanir -Farþegaferjur
26.3.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tæki
26.3.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Lyfjaverslanir og matvöruverslanir
29.3.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Covid-19 - Fyrirspurnir varðandi dvöl í sóttvarnarhúsi
30.3.2021 Samtök iðnaðarins Gunnar Sigurðsson Covid-19 - Beiðni um undanþágu - Fjöldatakmarkanir
30.3.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Covid-19 - Fyrirspurnir varðandi dvöl í sóttvarnarhúsi
31.3.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Covid-19 - Fyrirspurnir varðandi dvöl í sóttvarnarhúsi
3.4.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Beiðni um túlkun ráðuneytis - Ferðaþjónusta
6.4.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tækja
9.4.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði
9.4.2021 Samtök iðnaðarins Jóhanna Sigurjónsdóttir Covid-19 - Forgangsröðun bólusetninga
9.4.2021 Þroskahjálp Bryndís Snæbjörnsdóttir Covid-19 - Forgangsröðun bólusetninga
12.4.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Samráðsgátt - Lyfjamál
12.4.2021 Frumtök - Samtök framleiðenda fumlyfja Jakob Falur Garðarsson Samráðsgátt - Lyfjamál
12.4.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Lyfjamál
14.4.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Beiðni um undanþágu - Fjöldatakmarkanir
14.4.2021 Samtök iðnaðarins Jóhanna Sigurjónsdóttir Covid-19 - Forgangsröðun bólusetninga
19.4.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfsleyfi lyfjafræðinga
19.4.2021 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Boð til heilbrigðisráðherra -Málþing um niðurgreiðslu og aðgengi að sálfræðiþjónustu
20.4.2021 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Sigurgeir Bárðarson Covid-19 - Forgangsröðun bólusetninga
20.4.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfsleyfi lyfjafræðinga
23.4.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Beiðni um undanþágu - Fjöldatakmarkanir
26.4.2021 Samtök atvinnulífsins Sólveig B. Gunnarsdóttir Beiðni um fund
28.4.2021 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Umsögn um reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ
29.4.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Athugasemd við reglugerð
5.5.2021 Hagsmunasamtök heimilanna Guðmundur Ásgeirsson Áskorun til ríkisstjórnarinnar
5.5.2021 Samtök iðnaðarins Björg Ásta Þórðardóttir Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tækja
10.5.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Samráðsgátt - Lækningatæki
12.5.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Baldur Sigmundsson Covid-19 - Túlkun á reglugerð -Veitingastaðir
17.5.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfsleyfi lyfjafræðinga
19.5.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfsleyfi lyfjafræðinga
19.5.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Lyfjamál
19.5.2021 Þroskahjálp Bryndís Snæbjörnsdóttir Stefnumörkun - áfengis- og vímuefnameðferð
20.5.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Lækningatæki
28.5.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna - Vitnisburður um námslok
2.6.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfsleyfi lyfjafræðinga
10.6.2021 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Fundur með starfsfólki HRN -Réttindi fatlaðs fólks
16.6.2021 ÖBÍ obi@obi.is Samráðsgátt - Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja
18.6.2021 Þroskahjálp Bryndís Snæbjörnsdóttir Stefnumörkun - áfengis- og vímuefnameðferð
22.6.2021 ÖBÍ Jón Þór Víglundsson Samráðsgátt - Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja
25.6.2021 Þroskahjálp Bryndís Snæbjörnsdóttir Geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskaröskun og geðheilsuvanda
28.6.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Börn og landamæri
29.6.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Börn og landamæri
2.7.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Lyfjamál - Fundur með starfsmönnum - Smásala
5.7.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Samráðsgátt - Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja
5.7.2021 ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir Stefnumörkun - áfengis- og vímuefnameðferð
6.7.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Börn og landamæri
13.7.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Samráðsgátt - Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja
4.8.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Beiðni um fund - Sóttkví bólusettra samstarfsmanna
5.8.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Covid-19 - Umsókn um leyfi til innflutnings á hraðprófi
19.8.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Covid-19 - Fyrirspurn varðandi innflutning á hraðprófum
20.8.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Notkun skyndigreiningarprófa
20.8.2021 Samtök iðnaðarins Steinunn Pálmadóttir Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tækja
30.8.2021 Þroskahjálp Árni Múli Jónasson Umsögn - Stefnumörkun í öldrunarþjónustu
1.9.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi sóttvarnarreglur - Landamæri
3.9.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Beiðni um fund varðandi samkomutakmarkanir
5.9.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Ágúst Elvar Bjarnason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi sóttvarnarreglur - Landamæri
30.9.2021 Samtök atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson Starfshópur varðandi reglugerð um bótaskyldan atvinnusjúkdóm
11.10.2021 Þroskahjálp Grímur Atlason Beiðni um fund - Þjónusta við ákveðinn sjúklingahóp
13.10.2021 Samtök iðnaðarins Steinunn Pálmadóttir Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tækja
26.10.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Fyrirspurn um reglugerð, leysa, leysibendla og IPL-tækja
27.10.2021 Þroskahjálp Haraldur Civelek Styrkur af safnliðum fjárlaga 2022
28.10.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Beiðni um aðgang að umsögn
29.10.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Beiðni um aðgang að umsögn
1.11.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Beiðni um aðgang að umsögn
2.11.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Beiðni um aðgang að umsögn
2.11.2021 Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir Beiðni um fund - Geðheilbrigðisþjónusta fyrir fólk með þroskahömlun og einhverfu
4.11.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi tölfræði - Landamæri - Erlendir bólusettir ferðamenn
5.11.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Covid-19 - Fyrirspurn varðandi reglugerð - Grímuskylda
8.11.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi tölfræði - Landamæri - Erlendir bólusettir ferðamenn
8.11.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Samráðsgátt - Beiðni um aðgang að umsögn
9.11.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi tölfræði - Landamæri - Erlendir bólusettir ferðamenn
10.11.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Covid-19 - Fyrirspurn varðandi tölfræði - Landamæri - Erlendir bólusettir ferðamenn
12.11.2021 Samtök atvinnulífsins Jón Rúnar Pálsson Starfshópur varðandi reglugerð um bótaskyldan atvinnusjúkdóm
12.11.2021 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Hrefna Karlsdóttir Covid-19 - Beiðni um undanþágu - Kerfislega og efnahagslega mikilvæg fyrirtæki
22.11.2021 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Stjórnsýslukæra - Lyfjamál
29.11.2021 Frumtök - Samtök framleiðenda fumlyfja Jakob Falur Garðarsson Viðtal við heilbrigðisráðherra -Útgjöld til lyfjamála
8.12.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Stjórnsýslukæra - Lyfjamál
10.12.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Starfshópur - Rafrettur
14.12.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Starfshópur - Rafrettur
17.12.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Starfshópur - Rafrettur
17.12.2021 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Beiðni um fund með heilbrigðisráðherra
27.12.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Stjórnsýslukæra - Lyfjamál
4.1.2022 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Viðtal við heilbrigðisráðherra -Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu
5.1.2022 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Hrefna Karlsdóttir Covid-19 - Einangrun og sóttkví um borð í skipi
6.1.2022 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Hrefna Karlsdóttir Covid-19 - Einangrun og sóttkví um borð í skipi
10.1.2022 Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð Bjarni Jónsson Tilkynning um fund
14.1.2022 Samtök iðnaðarins Gunnar Sigurðsson Covid-19 - Fyrirspurn varðandi virkjun undanþágulista og undanþágubeiðni
17.1.2022 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Viðtal við heilbrigðisráðherra -Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu
18.1.2022 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Sóttvarnarráðstafanir
19.1.2022 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Viðtal við heilbrigðisráðherra -Staða apótekanna
21.1.2022 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Viðtal við heilbrigðisráðherra -Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu
9.2.2022 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Viðtal við heilbrigðisráðherra -Staða apótekanna
10.2.2022 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Viðtal við heilbrigðisráðherra -Staða apótekanna
11.2.2022 ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir Viðtal við heilbrigðisráðherra -Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu
14.2.2022 ÖBÍ Valdís Ösp Árnadóttir Boð til heilbrigðisráðherra -Ávarp
16.2.2022 Viðskiptaráð Íslands Jón Birgir Eiríksson Samráðsgátt - Sóttvarnarlög
16.2.2022 ÖBÍ Stefán Vilbergsson Viðtal við heilbrigðisráðherra -Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu
17.2.2022 Viðskiptaráð Íslands Jón Birgir Eiríksson Samráðsgátt - Sóttvarnalög
22.2.2022 Samtök atvinnulífsins Heiðrún Björk Gísladóttir Samráðsgátt - Sóttvarnalög
1.3.2022 Þroskahjálp Jón Múli Jónasson Samráðsgátt - Sjúkraskrár
2.3.2022 ÖBÍ Valdís Ösp Árnadóttir Boð til heilbrigðisráðherra -Ávarp
16.3.2021 Viðskiptaráð Íslands Agla Eir Vilhjálmsdóttir Breyting á reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja