Ferill 678. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1052  —  678. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um almannatryggingar og lögum um húsnæðisbætur (mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu).

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Helgu Þórðardóttur, Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni.


    Í stað orðanna „3,0% frá 1. júní 2022“ í 2. gr. komi: 4,5% frá 1. janúar 2022.

Greinargerð.

    Frumvarpið felur í sér að bætur almannatrygginga skuli hækkaðar um 3,0% frá og með 1. júní 2022. Sú uppfærsla á samkvæmt greinargerð frumvarpsins að milda áhrif verðbólgu á lífeyrisþega almannatrygginga.
    Þegar litið er til þess að lífeyrisþegar almannatrygginga hafa orðið fyrir mikilli kjaragliðnun vegna þess að fjárhæðir almannatrygginga hafa ekki fylgt launaþróun verður að telja að 3% hækkun dugi engan veginn til að rétta hlut þeirra. Stjórnvöld lofuðu auk þess endurskoðun almannatryggingakerfisins en ljóst er að þeirri endurskoðun verður ekki lokið í bráð. Því þykir rétt að hækka fjárhæðir almannatrygginga umfram tillögu ríkisstjórnarinnar, eða um 4,5%, og láta þá hækkun gilda afturvirkt frá síðustu áramótum, enda hefur verðbólga mælst umfram spár undanfarna mánuði.