Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1103 —  553. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Hildu Jönu Gísladóttur um skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist búseta þeirra sem skipuð hafa verið í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. á vegum ráðuneytisins og stofnana þess eftir sveitarfélögum?

    Við vinnslu á svari er gengið út frá því að verið sé að spyrja um starfandi nefndir í apríl 2022 sem ráðuneytið hefur skipað.
    Samkvæmt útkeyrslu úr málaskrá ráðuneytisins eru 130 starfandi nefndir og hópar. Þar af eru 100 fastar, svo sem skólanefndir, sveinsprófsnefndir og sjóðstjórnir. Þá eru 30 tímabundnar nefndir, svo sem fagráð, námsstyrkjanefndir og starfshópar.
    Í töflunni hér fyrir neðan má sjá fjölda einstaklinga, bæði aðal- og varamenn í nefndum og hópum eftir póstnúmeri.

Póstnúmer Fjöldi einstaklinga Póstnúmer Fjöldi einstaklinga Póstnúmer Fjöldi einstaklinga
101 47 310 1 650 2
102 11 311 4 660 6
103 4 340 3 681 1
104 37 350 3 700 9
105 58 355 3 701 3
107 29 360 1 710 1
108 42 370 1 720 1
109 30 371 2 730 2
110 29 380 1 735 1
111 3 400 8 736 1
112 63 410 2 740 5
113 15 415 1 741 1
116 3 450 1 780 7
162 1 466 1 800 19
170 11 530 2 801 2
190 2 531 1 803 1
200 85 540 1 805 2
201 32 550 11 806 2
203 19 551 2 810 5
210 52 560 1 815 11
220 53 561 2 816 2
221 43 580 4 845 1
225 10 600 42 846 1
230 11 601 1 850 2
240 3 603 19 851 2
245 2 605 4 860 3
250 3 606 1 861 1
260 13 620 3 871 2
270 44 625 3 880 1
271 2 640 10 881 1
300 17 641 4 900 11
301 1 645 1

    Almennt skipa undirstofnanir ráðuneytisins ekki utanaðkomandi aðila í nefndir eða starfshópa.