Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1176  —  461. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um fjarskipti.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (VilÁ, NTF, BjarnJ, HSK, HVH, IÓI, OPJ, ÞorbG).


     1.      Við 5. gr.
                  a.      13. tölul. orðist svo: Fjarskiptafyrirtæki: Fyrirtæki í skilningi 4. gr. samkeppnislaga sem hefur tilkynnt Fjarskiptastofu um rekstur fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanets.
                  b.      Í stað orðanna „þráðlausrar leiðsöguþjónustu“ í 46. tölul. komi: fjarleiðsöguþjónustu.
     2.      Í stað orðsins „og“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. komi: og/eða.
     3.      Við 6. mgr. 12. gr. bætist: svo og aðild að evrópskum stefnuhópi um fjarskiptatíðnirófið.
     4.      Við 1. mgr. 25. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samþykkt hönnunargögn“ í 2. málsl. komi: teikningar byggingar og/eða samþykkt húseigenda.
                  b.      3. málsl. orðist svo: Í fjöleignarhúsum skal, eins og kostur er, verja aðgangspunkt og innanhússfjarskiptalagnir óviðkomandi aðgangi.
     5.      Í stað orðanna „6. og 7. gr.“ í 7. mgr. 38. gr. komi: 24. og 28. gr.
     6.      Við 2. mgr. 43. gr.
                  a.      Við 1. málsl. bætist: að teknu tilliti til innlendra aðstæðna, sérstaklega viðkomandi landfræðilegs markaðar, þar sem hliðsjón er m.a. höfð af eðli samkeppni í innviðum á tilteknu svæði í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.
                  b.      Í stað orðanna „Enn fremur“ í 2. málsl. komi: Fjarskiptastofa.
     7.      Við 44. gr.
                  a.      Í stað orðanna „allra viðkomandi samkeppnishamla á“ í b-lið 4. mgr. komi: alls samkeppnislegs aðhalds á viðkomandi.
                  b.      Í stað 5. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Leiði markaðsgreiningin á grundvelli 1.–4. mgr. í ljós að skilyrði á viðkomandi markaði réttlæti ekki álagningu kvaða eða skilyrði skv. 6. mgr. eru ekki fyrir hendi, skal hvorki leggja á né viðhalda kvöðum á grundvelli 46. gr. Hafi kvaðir verið lagðar á fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi markaði ber að fella þær úr gildi.
                      Telji Fjarskiptastofa á grundvelli markaðsgreiningar sem framkvæmd er í samræmi við 1.–4. mgr. að álagning kvaða sé réttlætanleg, skal stofnunin auðkenna fyrirtæki sem hvert um sig eða í sameiningu hafa umtalsverðan markaðsstyrk, sbr. 45. gr., og leggja á, viðhalda eða breyta viðeigandi kvöðum í samræmi við 46. gr., ef stofnun telur að án kvaða muni útkoman fyrir endanotenda ekki hafa í för með sér skilvirka samkeppni.
                  c.      Í stað orðanna „birta drög að ákvörðun“ í 1. málsl. 7. mgr. komi: hafa tilkynnt fyrirhugaðar aðgerðir til Eftirlitsstofnunar EFTA.
     8.      Í stað orðsins „neytenda“ í 1. mgr. 47. gr. komi: endanotenda.
     9.      Í stað orðanna „smásölustigi eða“ í 1. mgr. 48. gr. komi: smásölustigi og.
     10.      Í stað orðanna „rekur bæði fjarskiptanet og fjarskiptaþjónustu“ í 2. málsl. 1. mgr. 51. gr. komi: er lóðrétt samþætt.
     11.      Við 1. mgr. 52. gr.
                  a.      Í stað orðsins „of“ komi: óhóflega.
                  b.      Á eftir orðinu „verðþrýstingi“ komi: endanotendum til tjóns.
     12.      Við 55. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „háhraðanet“ í 3. mgr. komi: sem falla undir 2. mgr.
                  b.      Í stað orðsins „leggi“ í 4. mgr. komi: láti.
     13.      Í stað tilvísunarinnar „46.–52. gr.“ í 5. mgr. 56. gr. komi: 4. mgr. 46. gr. og/eða 47.–52. gr.
     14.      Við 2. mgr. 61. gr.
                  a.      Á undan orðinu „undirverðlagningu“ í 2. málsl. komi: skaðlegri.
                  b.      Við 3. málsl. bætist: í þeim tilgangi að vernda hagsmuni endanotenda og á sama tíma efla virka samkeppni.
     15.      Við 6. mgr. 62. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á meðal þess sem ráðherra getur kveðið á um í reglugerð eru nánari viðmið um virkni, gæði og tæknilega eiginleika sem netaðgangsþjónusta skal að lágmarki búa yfir.
     16.      Í stað tölunnar „12“ í 1. mgr. 72. gr. komi: sex.
     17.      Við 1. mgr. 74. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Notendur“ komi: Endanotendur.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. málsl. getur ráðherra í reglugerð skv. 4. mgr. kveðið á um undanþágu frá skyldu fjarskiptafyrirtækja til sundurliðunar reikninga í tilvikum þar sem gjaldtaka fyrir símaþjónustu er óháð notkun þjónustunnar.
     18.      Í stað orðsins „notanda“ í 1. málsl. 1. mgr. 75. gr. komi: endanotanda.
     19.      Við 76. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Notendum“ í 1. mgr. komi: Endanotendum.
                  b.      Í stað 5. og 6. mgr. komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Fjarskiptastofa setur nánari reglur um númera- og þjónustuflutning, þar á meðal um tímasetningar í því sambandi og bætur til endanotenda í tilvikum þar sem mistök verða í flutningsferli síma- eða netaðgangsþjónustu, misbeiting eða tafir verða í flutningsferli og vegna þjónustu sem ekki er veitt með umsömdum hætti. Fjarskiptastofa sker úr ágreiningi um framkvæmd númera- og þjónustuflutnings.
     20.      Á eftir orðinu „úrbætur“ í 2. málsl. 3. mgr. 79. gr. komi: á alvarlegum veikleikum.
     21.      Við 4. mgr. 86. gr.
                  a.      Í stað orðsins „botnveiðum“ í 5. málsl. komi: veiðum.
                  b.      Í stað orðsins „gáleysi“ í 7. málsl. komi: stórkostlegu gáleysi.
     22.      Á eftir orðunum „framleiðanda“ í 2. mgr. 87. gr. komi: þegar litið er á búnað allra fjarskiptafyrirtækja í heild sinni á landsvísu.
     23.      Við 94. gr.
                  a.      Í stað orðsins „viðskiptavinum“ í 2. mgr. komi: endanotendum.
                  b.      Í stað orðsins „notenda“ í 3. mgr. komi: endanotenda.
     24.      Í stað a–c-liðar 2. mgr. 95. gr. komi níu nýir stafliðir, svohljóðandi:
                  a.      hlutfallslegan uppitíma kerfisins á ársgrundvelli eftir mismunandi kerfiseiningum,
                  b.      viðmið um flokkun fjarskiptastaða út frá öryggissjónarmiðum,
                  c.      ráðstafanir til að tryggja öryggi í viðkomandi flokki, þ.m.t. varðandi varaleiðir og lágmarksvaraafl í rafgeymum eða vararafstöðvar eftir mismunandi flokkun fjarskiptastaðarins,
                  d.      kröfur til gerðar og tegundar fjarskiptabúnaðar ásamt kröfum sem gerðar eru til framleiðenda búnaðar,
                  e.      fyrirkomulag innra eftirlits,
                  f.      tilkynningar til Fjarskiptastofu um öryggisatvik,
                  g.      úttektir og prófanir af hálfu Fjarskiptastofu og aðgengi stofnunarinnar að upplýsingum,
                  h.      þátttöku í samhæfingu fjarskiptafélaga og Fjarskiptastofu er varðar öryggi og almannavarnir og
                  i.      skilyrði fyrir samstarfi rekstraraðila neyðar- og öryggisfjarskiptakerfis við önnur fjarskiptafyrirtæki um starfrækslu einstakra fjarskiptastaða, eða kerfishluta.
     25.      Í stað orðanna „eða 101. gr.“ í 3. mgr. 101. gr. komi: eða 102. gr.
     26.      Í stað orðsins „fjarskiptavirkjum“ í h-lið 1. mgr. 103. gr. komi: fjarskiptanetum.
     27.      Við 109. gr.
                  a.      Í stað „1. júlí“ í 1. mgr. komi: 1. september.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. öðlast 4. mgr. 86. gr. þegar gildi.
                  c.      Í stað orðanna „gilda um“ í 3. mgr. komi: um.
     28.      110. gr. orðist svo:

             Breytingar á öðrum lögum.

                 Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
              1.      Lög um íslensk landshöfuðlén, nr. 54/2021: Í stað orðanna „Póst- og fjarskiptastofnun“ í 2. mgr. 3. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fjarskiptastofa.
              2.      Lög um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021: Við g-lið 2. mgr. 15. gr. laganna bætist: og áformum um uppbyggingu fjarskiptaneta.