Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1187  —  458. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991 (skipan og hlutverk skólanefndar, aðskildar fjárreiður).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Eggert Ólafsson frá innviðaráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna vegna breytinga sem orðið hafa í starfsemi skólans frá því að lögin voru sett fyrir um þremur áratugum síðan.
    Meiri hlutinn tekur undir efni frumvarpsins og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.
    Bjarni Jónsson og Helga Vala Helgadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Jakob Frímann Magnússon, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

Alþingi, 9. júní 2022.

Vilhjálmur Árnason,
form.
Halla Signý Kristjánsdóttir,
frsm.
Ingibjörg Isaksen.
Njáll Trausti Friðbertsson. Orri Páll Jóhannsson. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.