Ferill 736. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1282  —  736. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvers vegna eru úrskurðir úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki ekki bindandi eins og t.d. úrskurðir kærunefndar húsamála í húsaleigumálum og hvers vegna kallast þeir þá úrskurðir en ekki álit?
     2.      Fellur úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki undir stjórnsýslulög?
     3.      Á hvaða forsendum er skipað í úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að endurskoða fyrirkomulag úrskurðaraðila um ágreining viðskiptavina við fjármálafyrirtæki og aðrar lánastofnanir í því skyni að veita neytendum úrræði til að leita bindandi úrlausnar utan dómstóla?


Skriflegt svar óskast.