Ferill 761. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1439  —  761. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um útgerðarfélög.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg útgerðarfélög hafa verið leyst upp, seld eða sameinuð öðrum félögum undanfarinn áratug, flokkað eftir árum?

    Matvælaráðuneytið hefur ekki yfir að ráða skrá varðandi stofnun og/eða kaup og sölu útgerðarfélaga. Ráðuneytið leitaði upplýsinga hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og fylgir hér svar fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra.
    Fyrirtækjaskrá Skattsins hefur ekki upplýsingar um kaup og sölu félaga en hefur tekið út upplýsingar um afskráningu félaga í viðeigandi atvinnugreinaflokkum. Skoðaðir voru atvinnugreinaflokkarnir 03.11.1 – útgerð smábáta og 03.11.2 – útgerð fiskiskipa.
    Á síðasta áratug hafa samtals 414 félög í þessum atvinnugreinaflokkum verið afskráð og þar af hafa 124 félög verið afskráð með samruna.
    Slit og afskráning félaga í atvinnugreinaflokkum 03.11.1 og 03.11.2 flokkað eftir árum:

    

Afskráð félög

2012
28
2013 36
2014 27
2015 22
2016 23
2017 20
2018 30
2019 19
2020 29
2021 45
2022 11
Samtals 290

    Slit og afskráning félaga vegna samruna í atvinnugreinaflokkum 03.11.1 og 03.11.2 flokkað eftir árum:

    
Afskráð vegna samruna

2012 12
2013 8
2014 10
2015 12
2016 22
2017 10
2018 5
2019 17
2020 13
2021 12
2022 3
Samtals 124