Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1452  —  343. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra.


     1.      Hafa öll samskipti ráðherra og ráðuneytisins við hagsmunaverði frá 1. janúar 2021 verið skráð eins og kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020?
    Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020, er stjórnvöldum skylt að skrá upplýsingar um samskipti þeirra og hagsmunavarða í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, laga um opinber skjalasöfn og laga um Stjórnarráð Íslands. Upplýsingar um aðkomu hagsmunavarða og annarra einkaaðila að samningu stjórnarfrumvarpa skal tilgreina í greinargerð með þeim.
    Í 3. mgr. 1. gr. laganna er hugtakið hagsmunavörður skilgreint. Með hugtakinu er átt við einstaklinga sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni. Með því að afmarka hugtakið við einstaklinga eru ýmis félagasamtök og fyrirtæki, sem í daglegu tali eru nefnd hagsmunasamtök, strangt til tekið undanskilin reglum 4. gr. En einstakir starfsmenn þeirra geta hins vegar borið skyldur samkvæmt ákvæðinu.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um annað en að samskipti innviðaráðherra og innviðaráðuneytis við hagsmunaverði hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við ákvæði framangreindra laga.

     2.      Hefur ráðuneytið ávallt gætt þess að kanna hvort hagsmunaverðir, sem ráðuneytið eða ráðherra á hverjum tíma hafa átt samskipti við frá 1. janúar 2021, hafi verið tilkynntir og skráðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 áður en þeir leituðust við að hafa áhrif á störf stjórnvalda?
    Í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 er mælt fyrir um tilkynningarskyldu hagsmunavarða. Samkvæmt ákvæðinu er hagsmunavörðum skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt áður en hann leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda fyrir hönd einkaaðila.
    Í lögum nr. 64/2020 er ekki gert ráð fyrir því að það hafi afleiðingar fyrir þá sem sinna hagsmunagæslu tilkynni þeir sig ekki sem hagsmunaverði. Markmið ákvæða laganna um tilkynningarskyldu hagsmunavarða og skráningu samskipta við þá er fyrst og fremst að auka gagnsæi um samskiptin. Komi einstaklingur fram sem hagsmunavörður gagnvart stjórnvöldum án þess að hafa tilkynnt um hlutverk sitt væri hins vegar rétt af stjórnvaldi að benda á tilkynningarskyldu þar um, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
    Ráðuneytið hefur ekki kannað það sérstaklega hvort þeir aðilar sem ráðherra eða ráðuneyti á í samskiptum við hafi verið tilkynntir eða skráðir samkvæmt lögum nr. 64/2020.



     3.      Hefur ráðherra eða ráðuneytið í einhverjum tilfellum frá 1. janúar 2021 átt samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu en höfðu ekki verið tilkynntir og skráðir sem hagsmunaverðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020 þegar samskiptin fóru fram? Ef svo er, í hvaða tilfellum og hvers vegna?
    Á degi hverjum eiga ráðherrar og starfsfólk ráðuneyta samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu af einhverju tagi. Yfirlit úr dagskrá ráðherra á vef ráðuneytisins ber til dæmis vott um það. Við vinnslu þessa svars var tekið saman hvaða samskipti hafa átt sér stað við hagsmunaverði sem hafa tilkynnt um það hlutverk sitt. Ekki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um samskipti við aðila sem sinna hagsmunagæslu en höfðu ekki verið tilkynntir og skráðir sem hagsmunaverðir skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 64/2020, þegar samskiptin fóru fram, jafnvel þótt þeim kunni að vera það skylt. Sömu reglur gilda eftir sem áður um skráningu samskipta við slíka aðila óháð því hvort þeir hafi tilkynnt um sig og sitt hlutverk.

     4.      Hvaða hagsmunaverði í skilningi laga nr. 64/2020 hefur ráðherra eða ráðuneytið átt samskipti við frá gildistöku laganna, hvenær, af hálfu hvaða aðila og um hvaða málefni?

Dagsetning Hagsmunasamtök Hagsmunavörður Efni
14.1.2021 Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson Áhrif „Allir vinna“ á samningsfjárhæðir og afstaða opinberra verkkaupa
14.1.2021 Samtök iðnaðarins Lárus M.K. Ólafsson Forgangsröðun bólusetningar gegn Covid-19 – áskorun til stjórnvalda
15.1.2021 Samtök iðnaðarins Gunnar Sigurðarson Erindi til ríkisstjórnar vegna afurðarstöðva í kjötiðnaði
19.1.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Starfshópur um umhverfi smáfarartækja – aðkoma Hopp
20.1.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Starfshópur um umhverfi smáfarartækja – aðkoma Hopp
21.1.2021 Landssamband smábátaeigenda Arthur Bogason Tilkynning um breytingu á skipan í fagráð um siglingamál
22.1.2021 Samtök fjármálafyrirtækja Margrét A. Jónsdóttir Fagráð um umferðarmál – tilnefning
26.1.2021 Landssamband smábátaeigenda Arthur Bogason Fagráð um siglingamál – skipunarbréf
26.1.2021 Landssamband smábátaeigenda Örn Pálsson Fagráð um siglingamál – skipunarbréf
29.1.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason og Gunnar Valur Sveinsson Erindi vegna ákvörðunar ráðuneytis um fulltrúa SAF í fagráð um siglingamál
2.2.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Póstmálefni
9.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason Skipun fulltrúa SAF í fagráð um siglingamál
11.2.2021 Samtök iðnaðarins Friðrik Ágúst Ólafsson Viðtal við Intellecta vegna fasteignaskrár
17.2.2021 Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson Ný skýrsla SI og FRV um framtíðarhorfur innviða á Íslandi – kynning og pallborð
18.2.2021 Samorka Baldur Dýrfjörð V. fundar um vatnsveitur sveitarfélaga
23.2.2021 Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson Mál einstakra byggingarfyrirtækja vegna „Allir vinna“
24.2.2021 Neytendasamtökin Breki Karlsson Arðsemi vatnsveitu
26.2.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Afnám leyfisskoðunar hópbifreiða
5.3.2021 Samtök iðnaðarins Ída M. Jósepsdóttir Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna stöðu í íslenskum iðnaði
8.3.2021 Bílgreinasambandið Benedikt Eyjólfsson Fagráð um umferðarmál – skipunarbréf
8.3.2021 Samorka Baldur Dýrfjörð Viðtalsbeiðni til ráðherra um vatnsveitur sveitarfélaga
8.3.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir Fagráð um umferðarmál – skipunarbréf
8.3.2021 Samtök fjármálafyrirtækja Sigrún A. Þorsteinsdóttir Fagráð um umferðarmál – skipunarbréf
8.3.2021 Samtök verslunar og þjónustu Sara Dögg Svanhildardóttir Fagráð um umferðarmál – skipunarbréf
8.3.2021 Öryrkjabandalag Íslands Bergur Þorri Benjamínsson Fagráð um umferðarmál – skipunarbréf
23.3.2021 Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson Fundur um stöðu og horfur í íslenskum iðnaði
18.3.2021 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Póstmálefni
14.4.2021 Samorka Baldur Dýrfjörð Fundur um vatnsveitur sveitarfélaga
21.4.2021 Samtök iðnaðarins Jóhanna Klara Stefánsdóttir Birting gagna um fjölda íbúða í byggingu
29.4.2021 Samtök iðnaðarins Sigríður Mogensen Fundur um samkeppnisstöðu upplýsingatækni- og gagnaversiðnaðar og tækifæri í tengslum við nýjan fjarskiptastreng, IRIS
4.5.2021 Öryrkjabandalag Íslands Jóhanna Hermansen Undirbúningshópur fyrir árlegan minningardag um þá sem látist hafa í umferðarslysum – tilnefning
5.5.2021 Hagsmunasamtök heimilanna Guðmundur Ásgeirsson Áskorun til ríkisstjórnarinnar
5.5.2021 Bændasamtök Íslands Gunnar Þorgeirsson Stjórn Byggðastofnunar – skipunarbréf
7.5.2021 Öryrkjabandalag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir Samkomulag um fjármögnun á verkefnisstjóra vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks
12.5.2021 Öryrkjabandalag Íslands Bergur Þorri Benjamínsson Starfshópur um árlegan minningardag um þá sem látist hafa í umferðarslysum – skipunarbréf
14.5.2021 Samtök iðnaðarins Sigurður Hannesson Birting gagna um fjölda íbúða í byggingu
20.5.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna málefna útgerða með skoðunarferðir
10.6.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Ábendingar um ágalla í reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja
15.6.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Skapti Örn Ólafsson Formönnum flokka boðið til pallborðsumræðna
16.6.2021 Rafiðnaðarsamband Íslands Kristján Þórður Snæbjarnarson Viðtalsbeiðni til ráðherra
22.6.2021 Samtök verslunar og þjónustu Andrés Magnússon Starfshópur um 1. gr. póstlaga – tilnefning
2.7.2021 Samorka Baldur Dýrfjörð Erindi ESA um athugasemdir stjórnvalda vegna kvörtunar um undanþágu fyrirtækja í raforkuframleiðslu frá fasteignaskatti
12.7.2021 Samtök atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson Beiðni um tilnefningu í starfshóp
um 1. gr. póstlaga
12.7.2021 Bændasamtök Íslands Vigdís Häsler, Gunnar Þorgeirsson og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna póstmálefna
13.7.2021 Samtök atvinnulífsins Sigríður Ásmundsdóttir Starfshópur um 1. gr. póstlaga – tilnefning
28.7.2021 Samorka Baldur Dýrfjörð Samningur orkufyrirtækja við KraftCERT
11.8.2021 Bændasamtök Íslands Vigdís Häsler, Gunnar Þorgeirsson og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir Fundur um póstmálefni
11.8.2021 Bílgreinasambandið Özur Lárusson Fyrirspurn um innleiðingu tilskipunar 2006/40/EB
12.8.2021 Neytendasamtökin Breki Karlsson Starfshópur um 1. gr. póstlaga – skipunarbréf
12.8.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Starfshópur um 1. gr. póstlaga – skipunarbréf
27.8.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Áherslur SVÞ í starfshópi um póstmál
2.9.2021 Samtök fjármálafyrirtækja Margrét Arnheiður Jónsdóttir Kerfiskennitölur
10.9.2021 Samtök atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson Beiðni um tilnefningu í starfshóp um endurskoðun lagaumhverfis almenningssamgangna
16.9.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Skapti Örn Ólafsson SAF-ferðaþjónustudagurinn – pallborðsumræður
20.9.2021 Samtök atvinnulífsins Sigríður Ásmundsdóttir Starfshópur um endurskoðun lagaumhverfis almenningssamgangna – tilnefning
30.9.2021 Öryrkjabandalag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
11.10.2021 Öryrkjabandalag Íslands Stefán Vilbergsson Aðgengismál á biðstöðvum strætó
á landsbyggðinni
12.10.2021 Öryrkjabandalag Íslands Stefán Vilbergsson Tilkynning um verkefnastyrk til ÖBÍ
28.10.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Ósk um fund ráðuneytis, Samgöngustofu og tæknistjóra bifreiðaskoðunarstofa
1.11.2021 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Fyrirspurn um afnám leyfisskoðunar hópbifreiða
3.11.2021 Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins Halldór Benjamín Þorbergsson og Sigurður Hannesson Erindi vegna samráðsleysis um langtímasýn Íslands í átt að kolefnishlutleysi
16.12.2021 Öryrkjabandalag Íslands Stefán Vilbergsson Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna aðgengismála
22.12.2021 Samtök verslunar og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Póstmálefni
14.1.2022 Öryrkjabandalag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir Fyrirspurn um hækkun húsnæðisbóta
18.1.2022 Öryrkjabandalag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir Fyrirspurn um hækkun húsnæðisbóta
19.1.2022 Samorka Páll Erland Viðtalsbeiðni til ráðherra
21.1.2022 Samtök iðnaðarins Jóhanna Klara Stefánsdóttir Útboðsþing SI
25.1.2022 Félag atvinnurekenda Ólafur Stephensen Póstmálefni
26.1.2022 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Jón Kristinn Sverrisson Erindi vegna undanþágunefndar og mönnunarnefndar skipa
31.1.2022 Þroskahjálp Árni Múli Jónasson Rafrænar íbúakosningar sveitarfélaga
31.1.2022 Samorka Berglind Rán Ólafsdóttir Viðtalsbeiðni til ráðherra
31.1.2022 Samband garðyrkjubænda Ragna Sigurðardóttir Lögbundin tilkynning um kosningu varaforseta borgarstjórnar
4.2.2022 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna skoðanatíðni bílaleigubíla
4.2.2022 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Tillaga að breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðanatíðni bílaleigubíla
16.2.2022 Þroskahjálp Árni Múli Jónasson Fyrirspurn um húsnæðis- og mannvirkjamál
18.2.2022 Samtök fjármálafyrirtækja Margrét Arnheiður Jónsdóttir Kerfiskennitölur
21.2.2022 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Málefni ferðaþjónustunnar
23.2.2022 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Viðtalsbeiðni til ráðherra vegna lítilla fyrirtækja sem teljast mikilvægir innviðir
28.2.2022 Þroskahjálp Árni Múli Jónasson Fasteignasjóður – stofnframlag vegna framkvæmda með HMS
9.3.2022 Samorka Páll Erland Fundur um orkumál
11.3.2022 Samtök ferðaþjónustunnar Gunnar Valur Sveinsson Málefni ferðaþjónustunnar
16.3.2022 Öryrkjabandalag Íslands Eva Þengilsdóttir Starfshópur um greiningu á stöðu fatlaðs fólks í samgöngum á Íslandi – tilnefning
24.3.2022 Samtök iðnaðarins Jóhanna Klara Stefánsdóttir Ráðstefna í tengslum við Verk og vit – pallborðsumræður
24.3.2022 Félag atvinnurekenda Guðný Hjaltadóttir Póstmálefni
30.3.2022 Samorka Páll Erland Beiðni um ávarp ráðherra á Samorkuþingi