Ferill 728. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1460  —  728. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni um niðurgreiðslu húshitunar.


     1.      Í hversu mörgum sveitarfélögum er hitaveita?
    Hitaveitur er að finna í flestöllum sveitarfélögum landsins. Þær eru þó misstórar og ná til misstórs hluta íbúa þess en það veltur á aðstæðum hverju sinni, t.d. land- og jarðfræðilegum, hagkvæmni og einstaklingsbundnum.
    Í töflu 1 eru talin upp þau sveitarfélög sem hafa hitaveitu(r) innan sinna svæða. Sveitarfélögunum er skipt upp eftir landshlutum. Flest þau sveitarfélög sem eru talin upp hér að aftan hafa hitaveitur með einkaleyfi samkvæmt orkulögum og eftir atvikum aðrar hitaveitur. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og áætlar Orkustofnun að um 200 smærri einkahitaveitur (sem ekki hafa einkaleyfi samkvæmt orkulögum) séu í landinu en nákvæm staðsetning þeirra er ekki fyrir hendi en mestur fjöldi þó á Suðurlandi.

Tafla 1. Sveitarfélög með hitaveitur innan sinna svæða (listinn er ekki tæmandi).

Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Vesturland
Grindavíkurbær Garðabær Borgarbyggð
Reykjanesbær Hafnarfjarðarkaupstaður Dalabyggð
Suðurnesjabær Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit
Sveitarfélagið Vogar Kópavogsbær Skorradalshreppur
Mosfellsbær Stykkishólmsbær
Reykjavíkurborg
Seltjarnarnesbær
Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra
Kaldrananeshreppur Húnabyggð Akureyrarbær
Reykhólahreppur Húnaþing vestra Dalvíkurbyggð
Skagabyggð Eyjafjarðarsveit
Skagafjörður Fjallabyggð
Sveitarfélagið Skagaströnd Grýtubakkahreppur
Hörgársveit
Norðurþing
Svalbarðsstrandarhreppur
Þingeyjarsveit
Tjörneshreppur
Austurland Suðurland
Fjarðabyggð Ásahreppur
Múlaþing Bláskógabyggð
Grímsnes- og Grafningshreppur
Hrunamannahreppur
Hveragerðisbær
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Ölfus

     2.      Hversu margar íbúðir í þeim hafa ekki aðgang að hitaveitu og fá eigendur þeirra niðurgreiðslu af húshitunarkostnaði? Óskað er eftir upplýsingum um það um hversu mörg heimili er að ræða, tilgreint eftir sveitarfélögum.
    Í lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, er mælt fyrir um niðurgreiðslu kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma. Íbúð samkvæmt lögunum er húsnæði þar sem einhver hefur fasta búsetu og hefur sjálfstætt skráningarauðkenni í fasteignaskrá. Dvalarheimili aldraðra telst íbúðarhúsnæði samkvæmt lögunum. Þurfi umsækjandi að halda fleiri en eitt heimili vegna starfa, eigin náms eða náms fjölskyldu er heimilt að greiða niður húshitunarkostnað óháð því hvar lögheimili er skráð. Umsækjandi þarf að staðfesta þörf sína til þess að halda fleiri en eitt heimili með opinberu vottorði eða öðrum gögnum sem Orkustofnun metur nægileg.
    Niðurgreitt er vegna allra íbúða þar sem ekki er aðgangur að hitaveitu, þ.e. í þeim tilvikum sem sótt er um niðurgreiðslur á húshitun í samræmi við lögin.
    Tafla 2 sýnir áætlaðan fjölda íbúða sem hafa niðurgreiðslur á húshitun, eftir sveitarfélögum. Ætla má að þetta sé stærstur hluti þeirra sem hafa ekki aðgang að hitaveitu í viðkomandi sveitarfélögum. Orkustofnun hefur hins vegar ekki upplýsingar um heildarfjölda íbúða eftir sveitarfélögum og á því erfitt með að gefa út nákvæmar upplýsingar um þann fjölda sem hefur ekki aðgang að hitaveitu.
    Ekki er farið í sérstaka upptalningu á íbúðum sem hafa niðurgreidda olíuhitun en slík húshitun er að mestu staðbundin í Grímsey, Flatey og á Grímsstöðum á Fjöllum.

Tafla 2 – Áætlaður fjöldi íbúða með niðurgreidda rafhitun og fjarvarma m.v. dags. 11.7.2022.

Sv.f.nr. Sveitarfélag Rafhitun Fjarvarmi Alls
Höfuðborgarsvæðið 0 Reykjavíkurborg 30 0 30
1000 Kópavogsbær 5 0 5
1100 Seltjarnarnesbær 0 0 0
1300 Garðabær 0 0 0
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 0 0 0
1604 Mosfellsbær 10 0 10
1606 Kjósarhreppur 8 0 8
Suðurnes 2000 Reykjanesbær 2 0 2
2300 Grindavíkurbær 0 0 0
2506 Sveitarfélagið Vogar 17 0 17
2510 Suðurnesjabær 10 0 10
Vesturland 3000 Akraneskaupstaður 0 0 0
3506 Skorradalshreppur 8 0 8
3511 Hvalfjarðarsveit 56 0 56
3609 Borgarbyggð 207 0 207
3709 Grundarfjarðarbær 1.323 0 1.323
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 21 0 21
3714 Snæfellsbær 626 0 626
3716 Stykkishólmur/Helgafellssveit 28 0 28
3811 Dalabyggð 139 0 139
Vestfirðir 4100 Bolungarvíkurkaupstaður 197 176 373
4200 Ísafjarðarbær 428 1.116 1.544
4502 Reykhólahreppur 48 0 48
4604 Tálknafjarðarhreppur 100 0 100
4607 Vesturbyggð 203 232 435
4803 Súðavíkurhreppur 73 0 73
4901 Árneshreppur 19 0 19
4902 Kaldrananeshreppur 12 0 12
4911 Strandabyggð 192 0 192
Norðurland vestra 5508 Húnaþing vestra 121 0 121
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd 6 0 6
5611 Skagabyggð 28 0 28
5613 Húnabyggð 136 0 136
5716 Skagafjörður 112 0 112
Norðurland eystra 6000 Akureyrarbær 3 0 3
6100 Norðurþing 1.173 0 1.173
6250 Fjallabyggð 5 0 5
6400 Dalvíkurbyggð 27 0 27
6513 Eyjafjarðarsveit 64 0 64
6515 Hörgársveit 59 0 59
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 2 0 2
6602 Grýtubakkahreppur 8 0 8
6611 Tjörneshreppur 21 0 21
6613 Þingeyjarsveit 128 0 128
6710 Langanesbyggð/Svalbarðshreppur 2.230 0 2.230
Austurland 7300 Fjarðabyggð 1.586 0 1.586
7400 Múlaþing 1.530 219 1.749
7502 Vopnafjarðarhreppur 271 0 271
7505 Fljótsdalshreppur 28 0 28
Suðurland 8000 Vestmannaeyjabær 136 1.536 1.672
8200 Sveitarfélagið Árborg 43 0 43
8401 Sveitarfélagið Hornafjörður 352 0 352
8508 Mýrdalshreppur 205 0 205
8509 Skaftárhreppur 1.166 0 1.166
8610 Ásahreppur 3 0 3
8613 Rangárþing eystra 282 0 282
8614 Rangárþing ytra 197 0 197
8710 Hrunamannahreppur 15 0 15
8716 Hveragerðisbær 2 0 2
8717 Sveitarfélagið Ölfus 19 0 19
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 24 0 24
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 1 0 1
8721 Bláskógabyggð 34 0 34
8722 Flóahreppur 149 0 149
Alls 13.928 3.279 17.207

     3.      Hversu mörg og hvaða sveitarfélög fá niðurgreiðslur til húshitunar og hversu mörg sveitarfélög og hvaða fá ekki niðurgreiðslur?
    Íbúar í nær öllum sveitarfélögum landsins fá niðurgreiðslur til húshitunar. Lög nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, útiloka ekki nein einstök sveitarfélög frá því að íbúar þess geti fengið niðurgreiðslur á sinni húshitun. Skilyrði þess að fá niðurgreiðslur er að viðkomandi íbúðarhúsnæði hafi ekki aðgang að hitaveitu og að í því sé skráð föst búseta. Í heildina er að finna niðurgreiðslur í 59 sveitarfélögum af 64 (sjá töflu 2 í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar). Í eftirfarandi sveitarfélögum er ekki að finna íbúðarhúsnæði sem hlýtur niðurgreiðslur:
          Akraneskaupstaður.
          Akureyrarbær (fyrir utan Grímsey og eitt hús í Hrísey).
          Garðabær.
          Grindavíkurbær.
          Hafnarfjarðarkaupstaður.
          Seltjarnarnesbær.