Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 13  —  13. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eftirlit stjórnvalda með viðskiptabönkum.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Hversu oft hafa viðskiptabankar þurft að sæta viðurlögum á árunum 2009–2023?
     2.      Hvaða viðurlögum hafa viðskiptabankar þurft að sæta á umræddu tímabili?
     3.      Hve mörg ofangreindra mála eru vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina, sbr. 1. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002?
     4.      Hve háar voru sektir í málum vegna brota gegn hagsmunum viðskiptavina?
     5.      Hve háar stjórnvaldssektir hafa viðskiptabankar þurft að greiða á umræddu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir lagagrundvelli stjórnvaldssekta og viðskiptabönkum.


Skriflegt svar óskast.