Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 230  —  229. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um markvissa kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hver er staða vinnu ráðuneytisins á grundvelli tillagna sem eiga að stuðla að úrbótum í kynfræðslu og kynheilbrigði barna á Íslandi og komu fram í skýrslunni „Markviss kennsla um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum: Greinargerð og tillögur starfshóps“ og varða málefnasvið ráðherra? Hvenær er áætlað að vinnslu ráðuneytisins á tillögunum ljúki?
     2.      Er skráð sérstaklega ef upp kemur grunur um kynferðisbrot í grunn- eða framhaldsskólum? Ef ekki, stendur til að breyta því?


Skriflegt svar óskast.