Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 252  —  251. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða fríverslunarsamningar sem Ísland hefur gert eða á aðild að innihalda sérstök ákvæði um:
                  a.      réttindi verkafólks,
                  b.      umhverfismál,
                  c.      mannréttindi?
     2.      Hver ber ábyrgð á því fyrir Íslands hönd að meta stöðu og þróun þeirra þátta sem slík ákvæði snerta á sem og möguleg brot á ákvæðunum? Hvernig er einstaklingum í viðkomandi ríkjum gert kleift að koma á framfæri ábendingum um möguleg brot gegn ákvæðunum?
     3.      Til hvaða úrræða er gripið ef þróun mannréttinda, umhverfismála eða réttinda verkafólks er á annan veg en samið var um? Hvaða dæmi eru um slíkt?
     4.      Hafa stjórnvöld skilgreint fyrir hvern fríverslunarsamning hversu langt neikvæð þróun á sviði mannréttinda, umhverfismála eða réttinda verkafólks þarf að ganga til að teljast brot á viðkomandi samningi? Til hvaða úrræða er gripið í slíkum tilvikum og hvaða dæmi eru um slíkt?
     5.      Hefur komið til álita að íslenska ríkið styðji við bakið á samtökum sem berjast fyrir mannréttindum, umhverfismálum eða réttindum verkafólks í ríkjum þar sem sérstök ákvæði eru um þá þætti í viðkomandi fríverslunarsamningi?


Skriflegt svar óskast.