Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 274  —  198. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um endurskoðun reglugerðar um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvað líður endurskoðun reglugerðar um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, nr. 246/2001, sem hófst á síðasta kjörtímabili?
     2.      Hvenær munu drög að nýrri reglugerð liggja fyrir?
     3.      Hyggst ráðherra leita samráðs við helstu hagsmunaaðila um endurskoðun reglugerðarinnar eða birta drög að nýrri reglugerð í samráðsgátt áður en hún tekur gildi í endanlegri mynd?


    Endurskoðun reglugerðar um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, nr. 246/2001, hefur farið fram í samvinnu dómsmálaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, nú menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Í upphafi og til ársins 2020 tók fulltrúi Persónuverndar einnig þátt í vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar.
    Vonir standa til þess að drög að nýrri reglugerð liggi fyrir á vormánuðum og munu þau þá verða sett í samráðsgátt til almennrar kynningar og umsagnar.