Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 288  —  285. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um útboð innan heilbrigðiskerfisins.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hversu margar kvartanir og ábendingar hafa borist ráðuneytinu frá árinu 2016 varðandi útboðsskyldu innan heilbrigðiskerfisins vegna kaupa á vörum og þjónustu? Svar óskast sundurliðað eftir embættum og stofnunum sem heyra undir ráðherra.
     2.      Hversu margir þjónustusamningar eru í gildi innan heilbrigðiskerfisins sem hafa verðgildi yfir viðmiðunarmörkum laga nr. 120/2016, um opinber innkaup? Svar óskast sundurliðað eftir embættum og stofnunum sem heyra undir ráðherra.
     3.      Hversu oft frá árinu 2016 hafa greiðslur verið inntar af hendi af hálfu embætta og stofnana sem heyra undir ráðherra fyrir vörur og þjónustu þar sem fjárhæðir eru yfir viðmiðunarmörkum laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, á grundvelli undanþáguheimilda laganna? Svar óskast sundurliðað eftir embættum og stofnunum.
     4.      Hvers vegna hefur ekki farið fram útboð á nýju rafrænu sjúkraskrárkerfi fyrir Ísland sem Boston Consulting Group taldi nauðsynlegt í úttekt árið 2012?
     5.      Hversu miklum fjármunum embætta og stofnana sem heyra undir ráðherra hefur verið varið til eiganda sjúkraskrárkerfisins Sögu frá árinu 2012? Svar óskast sundurliðað eftir eðli, embættum, stofnunum og árum.
     6.      Hafa þeir sem komu að þróun sjúkraskrárkerfisins Sögu séð um innkaup á vegum embættis landlæknis frá upphafi vegna þróunar kerfisins?
     7.      Hvaða verkferlar gilda hjá embættum og stofnunum sem heyra undir ráðuneytið, þ.m.t. hjá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, um mat á því hvort og hvernig bjóða eigi út hugbúnaðarlausnir?
     8.      Hvaða verkferlar gilda hjá embætti landlæknis um aðgengi markaðsaðila að gagnaskilum og samþættingu kerfa innan heilbrigðiskerfisins svo að unnt sé að tryggja samkeppni og hagkvæmni á markaði?


Skriflegt svar óskast.