Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 299  —  295. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um meðalbiðtíma eftir búsetuúrræðum.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     2.      Hver er fjöldi plássa á áfangaheimilum fyrir fólk með vímuefnavanda? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     3.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     4.      Hver er fjöldi plássa í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     5.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í sértæku húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgasvæðinu.
     6.      Hver er fjöldi plássa í sértæku húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     7.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     8.      Hver er fjöldi plássa í húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.


Skriflegt svar óskast.