Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 301  —  297. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um úthlutanir Tækniþróunarsjóðs.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra setja markmið um kynjahlutföll við úthlutun styrkja úr Tækniþróunarsjóði og við matsferli fagráða?
     2.      Telur ráðherra rétt að tölfræði liggi fyrir um úthlutanir eftir kyni eigenda í ljósi þess að fyrirliggjandi upplýsingar ná eingöngu til þeirra verkefnastjóra sem óska eftir styrkjum?
     3.      Getur ráðherra veitt upplýsingar um fjölda úthlutana, sundurliðað eftir kyni eigenda?
     4.      Telur ráðherra þörf á að frekari upplýsingar liggi fyrir um úthlutaðar fjárhæðir sjóðsins í ljósi þess að fyrirliggjandi tölfræði miðar eingöngu við fjölda umsækjenda og styrkja?
     5.      Getur ráðherra veitt upplýsingar um úthlutaðar fjárhæðir eftir kyni?