Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 321  —  311. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um flokkun úrgangs og urðun.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hver er staða undirbúnings meðal sveitarfélaga vegna innleiðingar breytinga samkvæmt lögum nr. 103/2021 er kveða m.a. skýrt á um skyldu einstaklinga og lögaðila til flokkunar heimilisúrgangs og eiga að taka gildi 1. janúar 2023?
     2.      Hvert er árlegt magn sorps sem fór í urðun fyrir og eftir að flokkunarkerfi var tekið upp á hverjum stað? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og urðunarstöðum frá árinu 2005.
     3.      Hvernig er flokkun heimilisúrgangs háttað eftir sveitarfélögum með tilliti til fjölda flokkunartunna og þess hvort einhver þeirra flokki ekki úrgang?
     4.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að fresta gildistöku framangreindra laga í ljósi þess að í greinargerð frumvarps til laganna segir að gefið verði nægjanlegt svigrúm til að undirbúa og innleiða þær breytingar sem frumvarpið hefur í för með sér?


Skriflegt svar óskast.