Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 342  —  330. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sérhæfða endurhæfingargeðdeild.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hver er meðalinnlagnartíminn á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild?
     2.      Hversu margir hafa verið í innlögn að meðaltali á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild í hverjum mánuði sl. fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir mánuðum.
     3.      Hversu margir hafa látist meðan á innlögn stendur á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sl. 10 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir hverju ári og ástæðu hvers andláts.
     4.      Hversu margir hafa hlotið meiðsl meðan á innlögn stendur á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sl. 5 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir hverju ári og ástæðu meiðsla.
     5.      Hversu margir einstaklingar hafa verið í þvingaðri lyfjagjöf meðan á innlögn á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild hefur staðið sl. 5 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir fjölda í hverjum mánuði og hlutfalli einstaklinga sem hafa verið í þvingaðri lyfjagjöf af heildarfjölda innlagðra sjúklinga.
     6.      Hversu oft sl. 5 ár hefur starfsfólk sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar beitt sjúklinga einhvers konar nauðung inni á deildinni? Óskað er eftir sundurliðun eftir fjölda tilvika fyrir hvert ár og eftir ástæðum beitingar nauðungar.


Skriflegt svar óskast.