Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 344  —  332. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Er unnið markvisst eftir opinberri lýðheilsustefnu við umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum? Njóta þeir örvunar og hreyfingar við hæfi samkvæmt slíkri stefnu?
     2.      Er unnið markvisst eftir næringarleiðbeiningum embættis landlæknis þegar matur er útbúinn handa öldruðum á hjúkrunarheimilum og tryggt að hann sé fjölbreyttur?
     3.      Hefur hið opinbera eftirlit með því að framangreint sé gert á hjúkrunarheimilum, hvort sem þau eru á vegum ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka eða einkahlutafélaga?
     4.      Hversu oft undanfarin fjögur ár hefur embætti landlæknis gert úttekt á hjúkrunarheimilum til að hafa eftirlit með gæðum þeirra og öryggi veittrar þjónustu?
     5.      Hvert hefur hlutfall faglærðs og ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum verið undanfarin fjögur ár? Hver hefur starfsmannavelta verið á sama tíma? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.