Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 364  —  351. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um sektir vegna nagladekkja.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur lögregla sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimm ára? Svar óskast sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá er þess óskað að tilgreint sé hversu oft sektir hafi verið gefnar út vegna nagladekkjanotkunar á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð.
     2.      Hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili? Á hvaða lagaheimild byggist slík tilkynning? Við hvaða dagsetningar var miðað í hverju tilviki, á hvaða mati byggðist ákvörðun viðkomandi embættis um að miða við þá dagsetningu og hvaða samráð átti sér stað í aðdraganda ákvörðunarinnar?


Skriflegt svar óskast.