Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 375  —  361. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fatlað fólk í fangelsum.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Eru til upplýsingar um hve hátt hlutfall fanga á Íslandi eru fatlaðir eða eru með greiningar sem gætu sett þá í hóp fatlaðs fólks?
     2.      Hvernig er félagslegum stuðningi við fatlaða fanga háttað, m.a. með aðgengi að félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, hjálpartækjum og annars konar stuðningi?
     3.      Hvernig er viðeigandi aðlögun, sem skilgreind er í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, beitt í fangelsum á Íslandi?
     4.      Er tillit tekið til fötlunar fanga í hugmyndafræði um betrunarvist og náms-, atvinnu- og stuðningsúrræði aðlöguð?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í norskri rannsókn frá árinu 2008 kom fram að 1 af hverjum 10 einstaklingum í norskum fangelsum er með mikla eða samsetta þroskahömlun og námserfiðleika. Staða þeirra er almennt verri en annarra fanga vegna ófullnægjandi stuðnings og fatlaðir fangar áfrýja síður og eru líklegir til þess að sitja lengur inni. Vegna ófullnægjandi stuðnings í réttarkerfinu eru þeir líklegri til að fá þyngri dóma. Þá geta þeir síður nýtt sér úrræði og þjónustu sem föngum stendur til boða.