Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 380  —  366. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um Menntamálastofnun og námsgagnagerð.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur verið ákveðið að leggja Menntamálastofnun niður og koma á fót nýrri stofnun? Hvaða markmið búa þar að baki?
     2.      Hvernig mun fyrirkomulagi útgáfu námsgagna verða háttað í kjölfar lagabreytinga?
     3.      Hvernig mun ráðherra tryggja sem hagkvæmastan rekstur nýrrar stofnunar, sér í lagi þegar kemur að útgáfu námsgagna?
     4.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að niðurlagningu Menntamálastofnunar muni fylgja átak til að stuðla að fjölbreyttri nýsköpun í námsgagnagerð fyrir öll skólastig, líkt og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar? Liggur fyrir áætlun slíks átaks?
     5.      Hyggst ráðherra gera breytingar á þróunarsjóði námsgagna samhliða fyrirhuguðum áformum?