Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 384  —  369. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Hversu mikið hafa ríki og sveitarfélög greitt fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni fyrir þjónustu sína, sundurliðað eftir fyrirtækjum og árum á tímabilinu 2012–2022?
     2.      Hversu háar arðgreiðslur hafa fyrrgreind fyrirtæki greitt sér á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir fyrirtækjum og árum?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.