Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 385  —  370. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgengi fatlaðs fólks að réttinum.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til þess að tryggja fötluðu fólki aðgengi að réttinum, eins og fjallað er um í 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt?
     2.      Kemur til greina að mati ráðherra að tryggja fötluðu fólki aðgengi að réttinum með fjárhagslegum stuðningi í ljósi þess að fáir hópar þurfa oftar að leita réttar síns en fatlað fólk vegna þess hve háð það er stuðningi og þjónustu frá hinu opinbera og er líklegra en aðrir til að búa við fátækt?
     3.      Telur ráðherra að ríki og sveitarfélög hafi sinnt frumkvæðisskyldu sinni og upplýst fatlað fólk um þau réttindi sem það á í ljósi þess að það hefur oft ekki getu, þekkingu og fjármuni til þess að sækja sér upplýsingar?


Skriflegt svar óskast.