Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 414  —  386. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um samskipti við Björk Guðmundsdóttur og Gretu Thunberg.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvernig svaraði ráðherra erindi Bjarkar Guðmundsdóttur og Gretu Thunberg um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019?
     2.      Gaf ráðherra Björk og Gretu fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar frá ráðherra, ríkisstjórninni eða Alþingi um neyðarástand í loftslagsmálum?
     3.      Hvatti ráðherra Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand í loftslagsmálum, sbr. frásögn Bjarkar Guðmundsdóttur í viðtali í Víðsjá á Rás 1?


Skriflegt svar óskast.