Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 443  —  292. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um krabbamein.


     1.      Hversu margar konur hafa greinst með brjóstakrabbamein undir 40 ára aldri sl. 20 ár?
    Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá embættis landlæknis greindust 215 konur undir 40 ára aldri sl. 20 ár eða tæplega 11 konur á ári að meðaltali. Engin kona undir 25 ára aldri hefur greinst með brjóstakrabbamein sl. 20 ár. Alls greindust á þessum 20 árum 4.010 konur með brjóstakrabbamein eða um 200 konur á ári að meðaltali.

     2.      Hversu margar konur hafa greinst með leghálskrabbamein undir 40 ára aldri sl. 20 ár?
    Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá embættis landlæknis greindust 156 konur undir 40 ára aldri sl. 20 ár eða tæplega 8 konur á ári að meðaltali. Engin kona var undir 20 ára aldri við greiningu. Alls greindust á þessum 20 árum 331 kona með leghálskrabbamein eða tæplega 17 konur á ári að meðaltali.

     3.      Hversu margar konur hafa látist vegna krabbameins sl. 20 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegund krabbameins og aldri kvennanna.
    Á síðastliðnum 20 árum hafa um 5.400 konur dáið með krabbamein sem undirliggjandi dánarorsök eða 270 konur að meðaltali árlega.

Konur sem dóu fyrir 40 ára aldur dóu úr eftirfarandi meinum (árlegur meðalfjöldi)
0–1 kona lungu
0–1 kona mjúkvefur, bein og vöðvar
1 kona brjóst
0–1 kona legháls
1 kona heili og miðtaugakerfi

Aldur Látnar úr krabbameini. Uppsafnaður fjöldi á 20 árum Árlegur meðalfjöldi sem deyr úr krabbameini
00–19 9 0–1
20– 29 13 1
30– 39 69 3
40– 49 218 11
50– 59 625 31
60– 69 1.048 52
70– 79 1.553 78
80+ 1.858 93
5.393 270


Mein Látnar úr krabbameini. Uppsafnaður fjöldi á 20 árum Árlegur meðalfjöldi sem deyr úr krabbameini
Lungu 1.309 65
Brjóst 823 41
Ristill 438 22
Bris 349 17
Eggjastokkar og eggjaleiðarar 293 15
Heili og miðtaugakerfi 204 10
Magi 172 9
Nýru 148 7
Legbolur 123 6
Eitilfrumuæxli 121 6
Mjúkvefur, bein og vöðvar 117 6
Þvagvegir 105 5
Mergæxli 101 5
Lifur 92 5
Sortuæxli 90 5
Endaþarmur 86 4
Vélinda 82 4
Bráðahvítblæði 73 4
Legháls 72 4
Langvinnt hvítblæði 51 3
Önnur mein 544 27
5.393 270

     4.      Hversu margir karlmenn hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli sl. 20 ár?
    Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá embættis landlæknis greindust 4.250 karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli sl. 20 ár eða rúmlega 210 karlmenn á ári að meðaltali. Nýgengi hefur farið lækkandi síðustu 10 árin.

     5.      Hversu margir karlmenn hafa látist vegna krabbameins sl. 20 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegund krabbameins og aldri karlanna.
    Á síðastliðnum 20 árum hafa tæplega 6.000 karlmenn dáið með krabbamein sem undirliggjandi dánarorsök eða 300 karlmenn að meðaltali árlega.

Karlar sem dóu fyrir 40 ára aldur dóu úr eftirfarandi meinum (árlegur meðalfjöldi)
0–1 karl lifur
1 karl mjúkvefur, bein og vöðvar
1–2 karlar heili og miðtaugakerfi
0–1 karl bráðahvítblæði



Aldur Látnir úr krabbameini.
Uppsafnaður fjöldi á 20 árum
Árlegur meðalfjöldi sem deyr úr krabbameini
00–19 21 1
20–29 21 1
30–39 51 3
40–49 160 8
50–59 575 29
60–69 1.162 58
70–79 1.877 94
80+ 2.112 105
5.979 299
    
Mein Látnir úr krabbameini. Uppsafnaður fjöldi á 20 árum Árlegur meðalfjöldi sem deyr úr krabbameini
Lungu 1.250 63
Blöðruhálskirtill 1.048 52
Ristill 545 27
Bris 376 19
Þvagvegir 286 14
Heili og miðtaugakerfi 256 13
Nýru 249 12
Magi 237 12
Vélinda 233 12
Lifur 195 10
Eitilfrumuæxli 162 8
Sortuæxli 107 5
Mergæxli 106 5
Bráðahvítblæði 103 5
Endaþarmskrabbamein 98 5
Langvinnt hvítblæði 91 5
Mjúkvefur, bein og vöðvar 77 4
Önnur mein 560 28
5.979 299