Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 464  —  360. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Bjarna Garðarssyni um greiningar á einhverfu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve margir einstaklingar hér á landi eru greindir á einhverfurófinu? Svar óskast flokkað eftir aldri eða aldurshópum.

    Embætti landlæknis heldur ekki skrá yfir fjölda einstaklinga sem greindir eru með röskun á einhverfurófi. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni má ætla að um eitt af hverjum 100 börnum glími við röskun á einhverfurófi. En þetta samrýmist einnig upplýsingum úr greiningarkerfi bandaríska geðlæknafélagsins, DSM-5, en þar kemur fram að það má ætla að um 1% barna og fullorðinna glími við röskun á einhverfurófi. Í vísindagrein frá 2019 var tíðni einhverfurófsraskana hjá börnum sjö til níu ára borin saman á milli Danmerkur, Finnlands, Frakklands og Íslands. Þar kemur fram að tíðni einhverfurófsraskana mældist 3,13% meðal sjö til níu ára barna á Íslandi (Delobel-Ayoub et al., 2019). En þessi breytileiki í tíðni útskýrist mögulega vegna mismunandi nálgana að skimun og greiningu á milli landa.