Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 776  —  568. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (eingreiðsla).

Frá Ingu Sæland.


    Við 1. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir einstaklingar sem eiga rétt á greiðslu ellilífeyris skv. 17. gr. á árinu 2022 og hafa óskertan ellilífeyri almannatrygginga skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 60.300 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2022, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.

Greinargerð.

    Lagt er til að tryggja þeim ellilífeyrisþegum sem fá á árinu 2022 óskertan ellilífeyri almannatrygginga sambærilega eingreiðslu og mælt er fyrir um í 1. gr. frumvarpsins til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Um er að ræða tekjulægsta hóp ellilífeyrisþega sem hafa svo lágar lífeyristekjur að þær leiða ekki til skerðingar á ellilífeyri þeirra, þ.e. undir 25.000 kr. á mánuði.