Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 799  —  182. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen um einkamál í héraði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er meðaltími síðustu fimm ára frá því að einkamál í héraði hefur verið tekið út af reglulegu dómþingi þar til málflutningi í því lýkur? Svar óskast sundurliðað eftir héraðsdómstólum og eftir árum.

    Að jafnaði fer einkamál, sem síðar er flutt munnlega, af reglulegu dómþingi héraðsdómstóla þegar skrifleg greinargerð er lögð fram af hálfu stefnda sem varnaraðila máls. Eftirfarandi tafla, sem aflað var frá dómstólasýslunni 7. desember 2022, sýnir meðal dagafjölda frá því að einkamál hjá héraðsdómstólunum eru skráð af reglulegu dómþingi þar til meðferð þeirra lýkur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Ekki er á hinn bóginn með góðu móti unnt að vinna tölfræði um það úr málaskrárkerfi héraðsdómstólanna hvenær málflutningi slíkra mála lýkur. Til viðmiðunar er þó bent á að mælt er fyrir um það í 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, að dómur skuli kveðinn upp svo fljótt sem unnt sé. Þar segir enn fremur að hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli sem hafi verið munnlega flutt innan fjögurra vikna frá því að það hafi verið dómtekið skuli það flutt á ný nema dómari og aðilar telji það óþarft.