Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 956  —  510. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um fasteignalán til neytenda.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er fjöldi og umfang útistandandi fasteignalána til neytenda eftir því hvort þau voru veitt:
     a.      fyrir 11. janúar 2001,
     b.      á tímabilinu frá og með 11. janúar 2001 til og með 31. október 2013,
     c.      á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2013 til og með 31. mars 2017,
     d.      frá og með 1. apríl 2017?
    Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán.


    Við vinnslu svarsins óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.
    Þau gögn sem Seðlabankinn býr yfir og notuð eru til að svara fyrirspurninni ná til rúmlega 99% af veittum fasteignalánum til neytenda: gögnin ná til kerfislega mikilvægra banka, níu stærstu lífeyrissjóða og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem einnig skilar gögnum fyrir ÍL-sjóð. Svarið við fyrirspurninni miðast við tiltæk gögn fyrir nýjasta aðgengilega uppgjörsdag gagnanna, sem er 31. ágúst 2022. Vegna breytinga á gagnasöfnun eru nýrri gögn ekki aðgengileg að svo stöddu þar sem vinnu við greiningu á gæðum nýrri gagna er ekki lokið. Heildarfjárhæð fasteignalána til neytenda sem tekið er tillit til í svari við fyrirspurninni er tæplega 2.349 ma.kr.
    Í fyrirspurninni er beðið um fjölda og umfang útistandandi fasteignalána til neytenda. Lagður er sá skilningur í orðið umfang að verið sé að óska eftir fjárhæð lána á kröfuvirði.
    Í gagnasafninu er að finna lán sem skráð eru með lánskjaravísitölu og eitthvað er um að tegund láns hafi ekki verið skráð. Þau lán eru hér flokkuð sem „Annað/óskráð“. Um er að ræða takmarkaðan hluta útistandandi fasteignalána til neytenda eða um 2,3% sé litið til fjölda og aðeins 0,5% sé litið til kröfuvirðis.
    Töflur 1 og 2, hér að aftan, útlista nánar hvernig útistandandi fasteignalán til neytenda skiptast.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.