Ferill 660. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1030  —  660. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um rannsóknir á hrognkelsastofninum.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvernig er rannsóknum á hrognkelsastofninum háttað og hvað mælir gegn veiðistjórnun í dögum út frá rannsóknum og útgefnu veiðiþoli Hafrannsóknastofnunar?
     2.      Er þörf á frekari rannsóknum á veiðiþoli hrognkelsastofnsins og við skipulagningu hrognkelsaveiða?
     3.      Telur ráðherra unnt að efla og skipuleggja átak í rannsóknum á hrognkelsum og tryggja fjölbreytta nýtingu stofnsins án kvótasetningar með framsali?


Skriflegt svar óskast.