Ferill 672. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1042  —  672. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra auka aðgengi fólks að sálfræðiþjónustu óháð efnahag með því að niðurgreiða slíka heilbrigðisþjónustu, sbr. heimild þar um í lögum um sjúkratryggingar?
     2.      Ef ekki, hvers vegna nýtir ráðherra ekki þá lagaheimild sem Alþingi hefur veitt til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu?
     3.      Telur ráðherra það samræmast hugmyndafræði um jafnt aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag þegar staðan er sú að fjölmargir þurfa að neita sér um þessa heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar?


Skriflegt svar óskast.