Ferill 677. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1047  —  677. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um stimpilgjöld.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


    Hver var fjöldi stimpilgjaldsskyldra skjala og hverjar voru heildartekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum árin 2021 og 2022? Hverjar eru áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum árið 2023? Svar óskast sundurliðað eins og unnt er eftir því hvort um er að ræða skjöl er varða:
     a.      eignaryfirfærslu íbúðarhúsnæðis og rétthafi er lögaðili,
     b.      eignaryfirfærslu annarra fasteigna en íbúðarhúsnæðis og rétthafi er lögaðili,
     c.      eignaryfirfærslu íbúðarhúsnæðis og rétthafi er einstaklingur sem hefur ekki áður keypt fasteign,
     d.      eignaryfirfærslu íbúðarhúsnæðis og rétthafi er einstaklingur sem hefur áður keypt fasteign og
     e.      eignaryfirfærslu annarra fasteigna en íbúðarhúsnæðis og rétthafi er einstaklingur.


Skriflegt svar óskast.