Ferill 682. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1052  —  682. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um lögbundið eftirlit og eftirfylgni með réttindum fatlaðra barna.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Eru til aðgengilegar samræmdar reglur, leiðbeiningar eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli um gerð kröfulýsinga og ítarlegra þjónustulýsinga um þjónustu heimilis, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1038/2018 og 4. gr. reglugerðar nr. 1036/2018, með tilliti til skilgreindra markmiða, skilyrða, framfærsluábyrgðar, réttarstöðu og réttinda forsjáraðila og barna, reglubundinnar framkvæmdar úttekta o.fl.?
     2.      Hvernig er skilvirku og markvissu eftirliti og eftirfylgni ráðherra með starfsemi þjónustu- og húsnæðisúrræða nákvæmlega háttað? Hvaða kröfur, viðmið og mælikvarðar gilda um eftirlitið? Hvernig er brugðist við ef í ljós koma annmarkar á þjónustunni?
     3.      Er haft eftirlit með og gætt að öðrum réttindum barnsins, svo sem aðgengi að og rétti til menntunar og heilbrigðisþjónustu? Hvernig er brugðist við ef í ljós kemur að þeirra er ekki gætt?
     4.      Hversu margar úttektir hafa verið gerðar á þjónustu við einstaklinga og starfsemi úrræðanna og hver hefur aðkoma sérfræðingateymis skv. 20. og 21. gr. laga nr. 38/2018 verið þar?
     5.      Er til staðar samræmt verklag um réttarstöðu einstaklinga, málsmeðferð og ákvarðanir um áframhaldandi þjónustu þegar barn nær lögaldri? Ef svo er, hvernig hljóðar það?
     6.      Njóta forsjáraðilar sem bera tilfinnanleg útgjöld vegna barns áfram greiðslu umönnunarbóta skv. 4. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, þegar barn býr utan heimilis?


Skriflegt svar óskast.