Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1063  —  691. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lífsýnatöku og læknisrannsóknir
við landamæraeftirlit.


Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Er heimilt að taka lífsýni úr fólki við landamæraeftirlit á Íslandi? Ef svo er, hvaða reglur gilda um þá meðferð? Gilda mismunandi reglur eða verklag um töku á lífsýni eftir því af hvaða þjóðerni viðkomandi er?
     2.      Í hvaða tilfellum er heimilt að taka lífsýni, t.d. blóðsýni, úr mönnum við landamæraeftirlit á Íslandi? Svar óskast tilgreint eftir þjóðerni ef það á við.
     3.      Í hvaða tilfellum þurfa þeir sem koma til landsins að gangast undir læknisrannsókn eða útvega sjálfir lífsýni, t.d. blóðsýni? Svar óskast tilgreint eftir þjóðerni ef það á við.
     4.      Hver tekur ákvörðun um nefndar rannsóknir og sýnatökur og hvaða lög heimila þær?


Skriflegt svar óskast.