Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 1081  —  708. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um jöfnun orkukostnaðar.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvaða aðgerðir hafa stjórnvöld ráðist í til að jafna flutnings- og dreifikostnað raforku frá árinu 2017?
     2.      Hvernig hefur flutnings- og dreifikostnaður raforku þétt- og dreifbýlis þróast frá árinu 2017?
     3.      Hvaða aðgerðir hyggst ráðherra ráðast í til að jafna flutnings- og dreifikostnað enn frekar, sbr. stefnumótandi byggðaáætlun 2023–2036?
     4.      Hyggst ráðherra styðja sérstaklega við orkuskipti í raforkunotkun svo að öll heimili og fyrirtæki í landinu verði knúin með rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
     5.      Hvaða aðgerðir hafa stjórnvöld ráðist í til að jafna kostnað vegna húshitunar frá árinu 2017?
     6.      Hvernig hefur kostnaður vegna húshitunar þróast í þétt- og dreifbýli frá árinu 2017?
     7.      Hvaða aðgerðir hyggst ráðherra ráðast í til að jafna kostnað vegna húshitunar enn frekar, sbr. stefnumótandi byggðaáætlun 2023–2036?
     8.      Hyggst ráðherra styðja sérstaklega við orkuskipti í húshitun svo að öll heimili og fyrirtæki í landinu verði hituð með orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum?


Skriflegt svar óskast.