Ferill 709. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1082  —  709. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hver er heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt? Svar óskast sundurliðað sem hér segir:
                  a.      sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda skipunar dómara.
                  b.      sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu,
                  c.      þýðingakostnaður vegna málareksturs fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu,
                  d.      umsaminn málskostnaður við ríkislögmann vegna mála er farið hafa fyrir innlenda dómstóla og Mannréttindadómstól Evrópu,
                  e.      dæmdar og umsamdar miska- og/eða skaðabætur til umsækjenda um dómarastarf,
                  f.      dæmdur og umsaminn málskostnaður til umsækjenda um dómarastarf,
                  g.      skaða- og/eða miskabætur til dómara sem skipaðir voru við Landsrétt en fóru síðar í leyfi,
                  h.      dæmdur málskostnaður vegna mála sem tapast hafa fyrir íslenskum dómstólum, þar á meðal fyrir endurupptökudómstól,
                  i.      dæmdur málskostnaður vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu,
                  j.      dæmdur málskostnaður vegna dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu,
                  k.      niðurfelldur málskostnaður sakborninga við endurupptöku mála í Landsrétti,
                  l.      dæmdar og umsamdar miska- og/eða skaðabætur til dómþola sem leitað hafa réttar síns fyrir innlendum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu,
                  m.      dæmdar og umsamdar miska- og/eða skaðabætur til brotaþola vegna endurupptöku mála,
                  n.      annar kostnaður íslenska ríkisins.
     2.      Hver er fjöldi mála er dómarar sem skipaðir voru með ólögmætum hætti við Landsrétt tóku þátt í að dæma?
     3.      Hvernig metur ráðherra fjölda unninna vinnustunda lögmanna, saksóknara og annarra sérfræðinga hjá ríkislögmanni og ríkissaksóknara vegna mála er tengjast skipun dómara við Landsrétt?


Skriflegt svar óskast.