Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1089  —  714. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um ágangsfé.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvernig mun ráðherra bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022, í máli nr. 11167/2021, sem kveður á um að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (nú innviðaráðuneytisins) um smölun ágangsfjár á einkajörðum séu ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl.?
     2.      Hvernig mun ráðherra bregðast við úrskurði dómsmálaráðuneytisins frá 11. janúar 2023, í máli nr. DMR21080053, þar sem segir m.a. að sveitarstjórn beri að láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt?


Skriflegt svar óskast.