Ferill 729. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1105  —  729. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um vernd í þágu líffræðilegrar fjölbreytni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Til hvaða aðgerða var gripið svo að uppfylla mætti 11. Aichi-markmið um líffræðilega fjölbreytni, þar sem kveðið var á um að fyrir árið 2020 skyldu 10% alls strand- og hafsvæðis njóta verndar og 17% alls landsvæðis? Hver voru þessi hlutföll á Íslandi þegar markmiðin voru samþykkt og hver voru þau við lok þess tímabils sem Aichi-markmiðin tóku til?
     2.      Hvaða aðgerða á að grípa til svo að uppfylla megi svokallað 30x30-markmið, sem samþykkt var á 15. fundi aðildarríkja að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, þar sem kveðið er á um að fyrir árið 2030 skuli 30% alls hafsvæðis njóta verndar og 30% alls landsvæðis? Hver voru þessi hlutföll á Íslandi þegar markmiðin voru samþykkt?


Skriflegt svar óskast.