Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1118  —  412. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur um stöðu námslána hjá Menntasjóði námsmanna.


     1.      Hver er heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á námslánum hjá Menntasjóði námsmanna eftir almenna niðurfellingu þeirra árið 2020?
    Samkvæmt upplýsingum frá Menntasjóði námsmanna nam heildarupphæð ábyrgða 4 milljörðum kr.

     2.      Hversu háar greiðslur fékk sjóðurinn frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna námslána á almanaksárinu 2021?
    Samkvæmt upplýsingum frá Menntasjóði námsmanna námu greiðslur frá ábyrgðarmönnum á árinu 16.802.330 kr.

     3.      Hefur verið farið í einhvers konar aðfarargerðir gagnvart ábyrgðarmönnum námslána frá því að niðurfellingin var lögfest á grundvelli skulda gagnvart sjóðnum? Ef svo er, hve margar hafa þær verið?
    Samkvæmt upplýsingum frá Menntasjóði námsmanna var farið í árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum á árinu 2021.