Ferill 747. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1136  —  747. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um jafnræði í skráningu foreldratengsla.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Er mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð gert að afhenda Þjóðskrá Íslands yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með tæknifrjóvgun ellegar verði konan sem ól barnið ein skráð foreldri? Ef svo er, kemur til álita af hálfu ráðherra að stuðla að breytingum á þessu?
     2.      Hefur verklagi þjóðskrár varðandi jafnræði í skráningu foreldratengsla verið breytt í samræmi við þingsályktun 21/146 um jafnræði í skráningu foreldratengsla? Ef ekki, hvað líður breytingum á verklagi?


Skriflegt svar óskast.