Ferill 750. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1142  —  750. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkuöryggi í Vestmannaeyjum.

Frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni.


     1.      Á hverju grundvallast verkefnaval í framkvæmdaáætlun Landsnets?
     2.      Eru fordæmi fyrir því að lagningu raforkustrengja hafi verið flýtt þegar raforka hefur skerst vegna bilana? Ef svo er, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Vestmannaeyjalínu 4 verði flýtt?
     3.      Hvaða vinna er fyrirhuguð til að bæta raforkuöryggi í Vestmannaeyjum?


Skriflegt svar óskast.