Ferill 776. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1175  —  776. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um afbrotatölfræði eftir kyni.

Frá Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni.


     1.      Hverjar voru tegundir refsinga sem bárust Fangelsismálastofnun til fullnustu árin 2010–2020, skipt eftir fjölda dómþola og kynjum?
     2.      Hver var skipting dómþola, sem dæmdir höfðu verið í skilorðsbundna refsingu í lok hvers árs árin 2010–2020, eftir kynjum?
     3.      Hver var fjöldi fanga sem afplánuðu vararefsingu fésekta eða sættu gæsluvarðhaldi árin 2010–2020, skipt eftir kynjum?
     4.      Hvert var tilefni fangelsisvistar árin 2010–2020, skipt eftir kynjum?
     5.      Hver voru afbrot þeirra sem luku, rufu samfélagsþjónustu eða voru í samfélagsþjónustu árin 2010–2020, skipt eftir kynjum?
     6.      Hver var fjöldi óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga sem bárust til fullnustu miðað við lengd refsitíma, skipt eftir tímalengd og kynjum?
     7.      Hver var kynjaskipting dómþola sem hófu samfélagsþjónustu innan hvers árs árin 2010–2020?
     8.      Hvernig skiptist fjöldi afplánunardaga eftir afplánunarstöðum ásamt dagafjölda vegna gæsluvarðhalds og vararefsinga fésekta árin 2010–2020, skipt eftir afplánunarstöðum og kynjum?
     9.      Hversu mörgum var veitt reynslulausn árin 2010–2020, skipt eftir kynjum?
     10.      Hversu margir dómþolar fengu skilorðsbundna dóma árin 2010–2020, skipt eftir kynjum og brotum?


Skriflegt svar óskast.