Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1186  —  665. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um sendiráð og ræðismenn Íslands.

     1.      Í hvaða erlendu ríkjum og ríkjasamböndum er Ísland með sendiráð og hvenær voru þau stofnuð?
    Ísland er með sendiráð á eftirtöldum stöðum, sem sum gegna einnig hlutverki fastanefndar:
               Sendiráð Íslands í Berlín, stofnað 1952.
               Sendiráð Íslands í Brussel, stofnað 1967.
               Sendiráð Íslands í Genf, stofnað 1970.
               Sendiráð Íslands í Helsinki, stofnað 1997.
               Sendiráð Íslands í Kampala, stofnað 2004.
               Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, stofnað 1920.
               Sendiráð Íslands í Lilongwe, stofnað 1989.
               Sendiráð Íslands í London, stofnað 1940.
               Sendiráð Íslands í Moskvu, stofnað 1944.
               Sendiráð Íslands í Nýju-Delí, stofnað 2006.
               Sendiráð Íslands í Ottawa, stofnað 2001.
               Sendiráð Íslands í Ósló, stofnað 1947.
               Sendiráð Íslands í París, stofnað 1946.
               Sendiráð Íslands í Peking, stofnað 1995.
               Sendiráð Íslands í Stokkhólmi, stofnað 1940.
               Sendiráð Íslands í Tókýó, stofnað 2001.
               Sendiráð Íslands í Varsjá, stofnað 2022.
               Sendiráð Íslands í Vín, stofnað 1999.
               Sendiráð Íslands í Washington, stofnað 1941.
    Að auki er Ísland með fastanefndir og aðalræðisskrifstofur á eftirtöldum stöðum:
               Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, stofnuð 1952.
               Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, stofnuð 2020.
               Fastanefnd Íslands hjá alþjóðastofnunum í Róm, stofnuð 2010.
               Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, stofnuð 1965.
               Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, stofnuð 1940.
               Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk, stofnuð 2013.
               Aðalræðisskrifstofa Íslands í Winnipeg, stofnuð 1999.
               Aðalræðisskrifstofa Íslands í Þórshöfn, stofnuð 2007.

     2.      Hverjir eru sendiherrar Íslands í sendiráðum í einstökum ríkjum og ríkjasamböndum og hvenær hófu þeir störf í viðkomandi sendiráðum?
               María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, hóf störf þar árið 2019.
               Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, hóf störf þar árið 2020.
               Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf og fastafulltrúi hjá alþjóðastofnunum í Genf, hóf störf þar árið 2022.
               Harald Aspelund, sendiherra Íslands í Helsinki, hóf störf þar árið 2022.
               Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðsins í Kampala, hóf störf þar árið 2020.
               Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hóf störf þar árið 2019.
               Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðsins í Lilongwe, hóf störf þar árið 2020.
               Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London, hóf störf þar árið 2020.
               Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, hóf störf þar árið 2020.
               Guðni Bragason, sendiherra Íslands í Nýju-Delí, hóf störf þar árið 2021.
               Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, hóf störf þar árið 2021.
               Högni S. Kristjánsson, sendiherra Íslands í Ósló, hóf störf þar árið 2022.
               Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, hóf störf þar árið 2020.
               Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Peking, hóf störf þar árið 2021.
               Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, hóf störf þar árið 2022.
               Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Tókýó, hóf störf þar árið 2020.
               Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, hóf störf þar árið 2022.
               Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, hóf störf þar árið 2019.
               Hermann Örn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu í Brussel, hóf störf þar árið 2019.
               Ragnhildur Arnljótsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg, hóf störf þar árið 2020.
               Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart alþjóðastofnunum í Róm, hóf störf þar árið 2021.
               Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, hóf störf þar árið 2019.
               Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Vín og fastafulltrúi gagnvart alþjóðastofnunum í Vín, hóf störf þar árið 2021.
               Nikulás Hannigan, aðalræðismaður Íslands í New York, hóf störf þar árið 2021.
               Geir Oddsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, hóf störf þar árið 2022.
               Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður í Winnipeg, hóf störf þar árið 2022.
               Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður í Þórshöfn, hóf störf þar árið 2022.

     3.      Hver er starfsmannafjöldi hvers sendiráðs Íslands?
    Ísland er með 27 sendiskrifstofur í 22 ríkjum. Stöðugildi á sendiskrifstofum erlendis eru 170, þar af eru 68 útsendir diplómatar og 10 sérfræðingar frá öðrum ráðuneytum. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiskjali 1.

     4.      Hvernig hefur starfsmannafjöldi hvers sendiráðs Íslands í ríki eða ríkjasambandi þróast á síðustu fjórum árum?
    Þróun starfsmannafjölda á sendiskrifstofum Íslands tekur mið af stefnu ríkisstjórnar í utanríkismálum og þeim málum sem eru í brennidepli á hverjum tíma. Fjöldi útsendra starfsmanna á sendiskrifstofu er mjög breytilegur eftir umfangi málefna og að teknu tilliti til starfs alþjóðastofnana þar sem um slíkt ræðir. Á minnstu sendiskrifstofum er einn útsendur starfsmaður en á þeim stærstu um sex til sjö. Því til viðbótar starfa staðarráðnir starfsmenn á hverjum stað, m.a. að stoðþjónustuverkefnum, borgaraþjónustu, sem viðskiptafulltrúar og almennir starfsmenn.

     5.      Í hvaða ríkjum og ríkjasamböndum er Ísland með ræðismenn?
    Ísland er með 208 ólaunaða kjörræðismenn í 98 ríkjum. Nánari upplýsingar má finna í fylgiskjali 2. Ísland er jafnframt með fjóra útsenda aðalræðismenn sem starfa á aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Nuuk, Winnipeg og Þórshöfn.

     6.      Hverjir eru ræðismenn Íslands og hvenær hófu þeir störf?
    Ísland er með fjóra útsenda aðalræðismenn sem starfa á aðalræðisskrifstofum Íslands:
          Nikulás Hannigan, aðalræðismaður Íslands í New York, hóf störf þar árið 2021.
          Geir Oddsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, hóf störf þar árið 2022.
          Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður í Winnipeg, hóf störf þar árið 2022.
          Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður í Þórshöfn, hóf störf þar árið 2022.
    Ísland er jafnframt með 208 ólaunaða kjörræðismenn á sínum vegum, sjá fylgiskjal 2.


     7.      Hver er árlegur kostnaður við rekstur sendiráða Íslands og fastanefnda?
    Þess má geta að rekstrarupplýsingar sendiskrifstofa eru birtar ár hvert í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis. Ef undanskildar eru sendiskrifstofurnar fjórar úr svari við 6. tölul. fyrirspurnarinnar sýnir tafla 1 hvernig rekstrarkostnaður síðustu fjögurra ára skiptist:

Tafla 1.

2019 2020 2021 2022
3.635.040.289 3.3733.508.064 3.839.373.409 4.224.384.664


    Þess er vert að geta að sameiginlegur útgjaldaliður allra sendiskrifstofanna, einnig aðalræðisskrifstofa, er hluti af tölunum í töflu 1. Tafla 2 sýnir kostnaðinn þegar sá útgjaldaliður er dreginn frá:

Tafla 2.

2019 2020 2021 2022
2.889.228.162 3.004.098.681 3.103.801.337 3.486.995.834


     8.      Hver er árlegur kostnaður við rekstur ræðisskrifstofa og þjónustu ræðismanna Íslands?

    Tafla 3 sýnir hvernig kostnaður aðalræðisskrifstofanna fjögurra skiptist á síðustu fjórum árum:

Tafla 3.

2019 2020 2021 2022
212.250.201 211.349.749 237.360.151 251.657.799
    

    Kostnaður við þjónustu kjörræðismanna Íslands á tímabilinu 2019–2022 var 1.696.149 kr. 65% af þeirri upphæð var greidd af aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins og 35% af sendiskrifstofum þess, sem þýðir að sú upphæð er hluti af samanlögðum rekstrarkostnaði sendiskrifstofanna sem vísað er í í töflum 1–3. Kjörræðismenn Íslands eru ólaunaðir og er þessi upphæð að stærstum hluta endurgreiðsla á útlögðum kostnaði af kjörræðisstörfum þeirra.

Alls fóru átta vinnustundir í að taka svarið saman.

Fylgiskjal I.

www.althingi.is/altext/pdf/153/fylgiskjol/s1186-f_I.pdf



Fylgiskjal II.

www.althingi.is/altext/pdf/153/fylgiskjol/s1186-f_II.pdf