Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1189  —  523. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga.


     1.      Hversu margir einstaklingar töldu fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna ársins 2008 og hversu margar voru þær fasteignir?
    Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum töldu 161.204 einstaklingar fram 204.929 innlendar fasteignir í kafla 4.1 á skattframtali einstaklinga, RSK 1.01, árið 2008.
    Rétt þykir að benda á að hjón og samskattað sambúðarfólk telur fram eignir saman og skilar einni eignasíðu með skattframtali. Hér er gengið út frá því að samskattaðir einstaklingar eigi fasteignirnar sem taldar eru fram að jöfnu. Það kann hins vegar að vera að fasteign sé séreign annars sambúðaraðilans. Þá er hér ekki einungis um að ræða íbúðarhúsnæði í fullri eigu framteljanda heldur eru hlutir í fasteign, sumarbústaðir, lóðir og jarðspildur, útihús og annað slíkt einnig talið fram í þessum kafla skattframtalsins.
    Við samsköttun gildir sú almenna regla að eignir fylgja kennitölu þess maka sem er eldri en í einstökum undantekningartilfellum kunna eignirnar að fylgja yngri makanum. Þessir einstaklingar eru ekki taldir með í töflunni sem birt er sem svar við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.
     2.      Hversu margir einstaklingar sem töldu fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna ársins 2008 töldu einnig fram íbúðarhúsnæði á skattframtali vegna eftirtalinna ára og hversu margar voru þær fasteignir:
                  a.      2009,
                  b.      2010,
                  c.      2011,
                  d.      2012,
                  e.      2013,
                  f.      2014,
                  g.      2015,
                  h.      2016,
                  i.      2017,
                  j.      2018,
                  k.      2019,
                  l.      2020,
                  m.      2021?

    Eftirfarandi tafla sýnir að af þeim 161.204 framteljendum sem áttu fasteign árið 2008 voru 137.451 enn skattskyldir í álagningu árið 2022, þar af áttu 123.309 fasteign í árslok 2021, ýmist einir sér eða með maka. Þannig má ætla að 14.142 þeirra einstaklinga sem áttu fasteign árið 2008 og voru enn skattskyldir í álagningu árið 2022 hafa ekki átt fasteign þegar lagt var á það árið. Upplýsingarnar byggjast á skattframtölum einstaklinga og miðast þær við stöðu framtalsgagna þann 23. desember 2022. Rétt er að benda á að nokkur hópur framteljenda fellur út við álagningu á hverju ári.

Einstaklingar sem áttu fasteignir 2008–2021.
Tekjuár Þar af þeir sem áttu eignir Þar af skattskyldir við álagningu Fjöldi eigna
2008 161.204 161.204 204.929
2009 157.260 160.068 173.364
2010 152.761 158.416 170.952
2011 148.749 156.554 168.289
2012 144.995 154.715 165.816
2013 141.263 153.009 157.826
2014 138.139 151.047 155.289
2015 135.148 149.038 153.540
2016 132.430 146.859 150.877
2017 130.120 144.620 148.409
2018 128.465 142.747 147.184
2019 126.827 140.886 145.700
2020 125.119 139.174 144.857
2021 123.309 137.451 144.511