Ferill 797. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1218  —  797. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um orkunýtni bygginga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða samráð hefur átt sér stað til að auka megi kröfur er varða einangrun byggingarhluta frá því að dregið var úr þeim með reglugerð nr. 1173/2012 um breytingu á byggingarreglugerð? Telur ráðherra ásættanlegt að áratugur hafi liðið án þess að frekari skref hafi verið tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda varðandi húshitun?
     2.      Hversu mikið húsnæði hefur verið byggt eftir fyrirmælum byggingarreglugerðar nr. 112/2012? Hversu mikil er heildarorkuþörf þessa húsnæðis og hversu mikið má ætla að orkuþörfin hafi aukist með fyrrgreindum breytingum miðað við kröfurnar eins og þær voru upphaflega í byggingarreglugerð nr. 112/2012? Svar óskast greint eftir því hvort um atvinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði er að ræða.


Skriflegt svar óskast.