Ferill 800. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1221  —  800. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um hlutverk ríkisendurskoðanda.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða lögum og reglum skal ríkisendurskoðandi hafa eftirlit með og leiða í ljós frávik frá, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016?
     2.      Hvað er átt við með fráviki frá lögum og reglum í fyrrnefndu ákvæði?
     3.      Hvaða svigrúm hefur ríkisendurskoðandi, sem sjálfstæður og engum háður í störfum sínum, til þess að skilgreina hvað felst í því að „leiða í ljós frávik frá lögum og reglum“, sbr. fyrrnefnt ákvæði?


Skriflegt svar óskast.


    Efni fyrirspurnar samrýmist ekki ákvæðum 3. mgr. 8. gr. þingskapa um fyrirspurnir til forseta Alþingis og er því synjað.