Ferill 825. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1270  —  825. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um lögbundna þjónustu sveitarfélaga í skólum fyrir einhverf börn og önnur fötluð börn.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hvaða skylda hvílir á sveitarfélögum til að styðja sérstaklega við einhverf börn á skólagöngu þeirra og hvernig eiga sveitarfélög að framkvæma þá skyldu?
     2.      Hvernig er velferð einhverfra barna og annarra fatlaðra barna tryggð í skólum með lögbundinni þjónustu sveitarfélaga?
     3.      Hvernig fylgir ráðuneytið því eftir að þessi þjónusta sé hnökralaus, að hagur barnsins sé í fyrirrúmi og að komið sé til móts við barnið?


Skriflegt svar óskast.